Framkvæmdastjóri óskast

Akstursíþróttasamband Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra sem hefur áhuga, getu og drifkraft til að leiða daglegan rekstur félagsins. Starfshlutfallið er umsemjanlegt 75-100%. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á frumkvæði, lausnamiðað viðhorf og ríka samskiptahæfni. Starfsvettvangur AKÍS er allt landið. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn sambandsins […]

Lesa meira...

Hermikappakstur 2022

Lokaumferð Íslandsmeistaramótsins í Hermikappakstri lauk á laugardaginn. Keppt var á hinni frægu keppnisbraut SPA í Belgíu, tólf keppendur tóku þátt í þessari umferð á formula 3 bílum. Það var Karl Thoroddsen sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni.   Þeir sem voru í efstu þremur sætunum í þessari keppni voru: Karl Thoroddsen Hákon Jökulsson Heiðar […]

Lesa meira...

Ársþing Akstursíþróttasamband Íslands fór fram í dag.

Tíunda ársþing Akstursíþróttasamband Íslands fór fram í dag. Framboð til formanns barst frá Helgu Katrínu Stefánsdóttur og var hún þá sjálfkjörin. Í stjórn var  kjörin til næstu tveggja ára þeir Halldór Viðar Hauksson, Aðalsteinn Símonarson, Halldór Jóhannsson. Í varastjórn voru kosnir Jóhann Egilsson, Sigurjón Andersen, og Sigfús B Sverrisson Í stjórn sitja áfram þau Aðalbjörg […]

Lesa meira...

Breyting á keppnisdagatali 2022

Stjórn AKÍS hefur samþykkt breytingu á keppnisdagatali 2022. Torfærukeppni sem er skráð hjá Kvartmíluklúbbnum sunnudaginn 22 maí mun færast yfir á laugardaginn 21. maí. Brautardagur Kvartmíluklúbbsins sem var skráður á laugardeginum 21 maí færist yfir á sunnudaginn 22 maí.

Lesa meira...

Reglubókin

Regluráð AKÍS hefur í samræmi við grein 2.1.c í reglugerð um regluráð AKÍS þýtt og staðfært nýlegar breytingar FIA (04.01.2022) á Reglubókinni FIA International Sporting Code. Reglubókin tók gildi frá og með 21.02.2022. Hægt er að nálgast nýja þýðingu hér

Lesa meira...

Árþing AKÍS 2022

Ársþing Akstursíþróttasambands Íslands verður haldið laugardaginn 19. mars 2022. Þingið hefst kl 11:00 og áætlað að þvi ljúki kl 16:00. Tilkynningar um framboð til formanns - og stjórnarkjörs skulu berast stjórn AKÍS eigi síðar en þremur vikum fyrir ársþing, þ.e. 26. febrúar. nk. Framboð skulu vera send á akis@akis.is

Lesa meira...

Keppnisgreinarreglur 2022 hafa verið birtar

Allar keppnisgreinareglur fyrir keppnistímabilið 2022 hafa verið birtar á heimasíðu AKÍS. Hægt er að nálgast nýjustu reglur undir hverri keppnisgrein.

Lesa meira...

Þriðja umferð í Hermikappakstri fór fram á dögunum.

Þriðja umferð í Íslandsmeistaramótinu í Hermikappakstri var haldin 2. janúar. Eftir þrjár umferðir leiðir Karl Thoroddsen mótið með 136 stig. Hægt er að nálgast stiginn úr keppninni á http://skraning.akis.is/keppni/318 Næsta umferð verður haldin 16. janúar 2022.

Lesa meira...

Keppnisstjóra námskeið FIA

FIA heldur sitt árlega keppnisstjóra námskeið daganna 3. - 4. Febrúar næstkomandi. Stjórn AKÍS ákvað á stjórnarfundi sínum  að auglýsa eftir umsóknum á þetta námskeið. Námskeiðið er haldið í fjarfundi. Þeir sem hafa áhuga á að sita þetta námskeið eru beðnir um að hafa sambandi við AKÍS í gegnum tölvupóst akis@akis.is

Lesa meira...