Kosning til Aksturíþróttafólks Íslands 2021

Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu, sem er hér fyrir neðan, þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð hefur tilnefnt. Netkosningu lýkur 13. Nóvember 2021. Einnig viljum við minna á Lokahóf AKÍS sem er haldið Laugardaginn 20. Nóvember. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Aksturíþróttakona […]

Lesa meira...

Iceland Hill Rally 2022

Kynningarfundur vegna Iceland Hill Rally 2022 (jepparallið) verður haldinn miðvikudaginn 10. nóvember næstkomandi klukkan 19:30 í sal D í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þar munu aðstandendur keppninnar kynna ýmsa hluta hennar ásamt því að svara spurningum.

Lesa meira...

Fundur um Rallycross

Keppnisráð í Rallycrossi boðar til opins fundar þriðjudaginn 26 október kl 19:30. Opin fundur fyrir keppendur, starfsfólk og alla sem áhuga hafa á framgangi þeirra greina sem keppnisráðið falla. Staðsetning fundarins er fundarsalur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (ÍSÍ)

Lesa meira...

Lokahóf AKÍS 20. nóvember

Lokahóf AKÍS verður haldið þann 20.nóvember n.k. á Icelandair Hotel Natura. Þar verður árið gert upp með verðlaunaafhendingum fyrir síðastliðið keppnistímabil. Húsið opnar klukkan 18:00 Kvöldverður byrjar kl. 19:00 í þriggja rétta veislu með steikarhlaðborði. Veislustjórar kvöldsins verða þær Þórunn Clausen og Soffía Karlsdóttir leikonur. Miðverð er 8500kr - Miðasölu lýkur 14.nóvember. Miðapantanir fara fram […]

Lesa meira...

Fundur um Hringakstur

Keppnisráð í Hringakstri boðar til opins fundar mánudaginn 18 október kl 19:30. Opin fundur fyrir keppendur, starfsfólk og alla sem áhuga hafa á framgangi þeirra greina sem keppnisráðið falla. Staðsetning fundarins er fundarsalur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (ÍSÍ)

Lesa meira...

Framkvæmdarstjóri lætur af störfum

Á fundi stjórnar AKÍS þann 27. sept  var ákveðið að Arnar Már Pálmarsson framkvæmdastjóri mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Akstursíþróttasambands Íslands 1. október nk. Staðgengill framkvæmdarstjóra, Helga Katrín Stefánsdóttir, mun taka við störfum Arnars.

Lesa meira...

Leiðrétting á stigum til Íslandsmeistara

Í kjölfar ábendingar varðandi stigagjöf fyrir spyrnukeppni á Akureyri var rætt við keppnishaldara og málið skoðað af stjórn AKÍS. Ljóst er að einn keppandi sætti þar brottvísun úr keppni og samkvæmt grein 12.18 í reglubók FIA falla þá niður öll verðlaun fyrir þátttöku í keppninni. Því eru stig til Íslandsmeistara leiðrétt með tilliti til þess.

Lesa meira...

Hið árlega Rednek bikarmót í rallycross

Hið árlega Rednek bikarmót í Rallýcrossi fer fram núna um helgina 11. - 12. September. Ekið er í minningu Gunnars ‘Rednek’ Viðarsonar sem lést langt fyrir aldur fram eftir harða baráttu við krabbamein. Gunnar átti stóran þátt í því að endurvekja Rallýcrossið árið 2008 og var duglegur í keppnisstarfi sem og að keppa sjálfur. Ekki […]

Lesa meira...

Lokaumferð Íslandsmóts í sandspyrnu

Laugardaginn 4.sept fór fram lokaumerð Íslandsmótsins í sandspyrnu á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.   Úrslit urðu eftirfarandi Mótorhjól 1cyl Bjarki Sigurðsson Kjartan Tryggvason   Mótorhjól 2cyl+ Davíð Þór Einarsson Adam Örn Þorvaldsson   Fjórhjól Björgvin Steinarsson   Fólksbílar Kristófer Daníelsson Brynjar Schiöth   Útbúnir Fólksbílar Gretar Óli Ingþórsson   Jeppar Sverrir Yngvi Karlsson Grétar Már Óskarsson […]

Lesa meira...