Íslandsmeitaramótið í Hermikappakstri 2020 er hafið

Fyrstu umferð á Íslandsmeitaramóti í Hermikappakstri 2020 lauk 1. desember 2019. Þetta var hörkuspennandi keppni og mikil dramatík. Nýtt fyrirkomulag kom vel út og var úrslitariðillinn mjög öflugur. Nokkrir árekstrar urðu í úrslitakeppninni og urðu nokkrir að fara í pittinn til að gera við bíla sína. Einn ökumaður hætti keppni snemma vegna skemmda á bíl. […]

Lesa meira...

Ísland Danmörk - Landskeppni í hermikappakstri!

Í fyrsta skipti íþróttasögunnar á Ísland verður haldin landskeppni í rafíþróttum, þegar Ísland og Danmörk etja kappi saman í keppni í hermikappakstri, en þessi keppni er hluti af Reykjavik International Games. Keppnin verður í beinni útsendingu á Twitch (twitch.tv/gtakademian) og einnig á stóra skjánum í Laugardalshöll - ekki missa af því! Keppt verður eftir Reglubók […]

Lesa meira...

Fundir með keppendum um öryggisbúrareglur AKÍS

Þann 14. janúar 2020 var haldinn í sal ÍSÍ fundur með keppendum og áhugamönnum um akstursíþróttir um nýþýddar öryggisbúrareglur í akstursíþróttum. Fundinn sóttu um áttatíu manns og í framhaldi af framsögu formanns um málið spunnust fjörugar og málefnalegar umræður út frá þeim spurningum sem fram komu. Kynninguna sem stjórn AKÍS var með er hægt að […]

Lesa meira...

Heimsmet í sandspyrnu!

Kristján Stefánsson, Kvartmíluklúbbnum, hefur fengið staðfest heimsmet í sandspyrnu í (A/SM) A/Sport Modified flokki, skv. lista World Sand Drag News, bæði tíma og hraða: 3,794sek @ 87,41mph. Íslandsmet sitt bætti hann margoft þann sama dag í Sandspyrnugljúfrinu á Kvartmílubrautinni í september 2019.

Lesa meira...

Kynningarfundir - Gerðarvottun öryggisbúra

Formaður AÍFS sendi beiðni um frestun fundarins í Reykjavík í gær. Þar benti hann á að útlit væri fyrir afleitt veður og útlit fyrir lokun á Hellisheiði og Þrengslum ásamt mögulegri lokun Reykjanesbrautar. Keppandi frá BA sendi einnig beiðni um frestun fundarins á Akureyri þar sem nokkrir keppendur yrðu þá á staddir á vinsælli akstursíþróttasýningu […]

Lesa meira...

REGLUBÓKIN - Þýðing á FIA International Sporting Code

Á ársþingi AKÍS 9. apríl 2019 var sagt frá að vinna væri hafin við þýðingu hluta af regluverki FIA yfir á íslensku.  Á Formannafundi AKÍS 9. nóvember 2019 voru drög að þýðingu á regluverkinu kynnt. Þá var greint frá því að FIA International Sporting Code (ISC) hefði hlotið heitið Alþjóðleg reglubók FIA í íslenski þýðingu, […]

Lesa meira...

Verðlaunaafhending meistaratitla akstursíþrótta 2019!

Verðlaunaafhending meistaratitla akstursíþrótta fór fram í fundarsal ÍSÍ 9. nóvember 2019. Krýndir voru íslandsmeistarar í öllum greinum akstursíþrótta. Eftir tilnefningar frá keppnisráðum einstakra greina og netkosningu kaus Formannafundur AKÍS eina konu og einn karl sem Akstursíþróttamenn ársins.   Akstursíþróttakona ársins 2019– Guðríður Steinarsdóttir - BA Akstursíþróttamaður ársins 2019 – Steingrímur Bjarnason - TKS Þessi tvö […]

Lesa meira...

Verðlaunaafhending meistaratitla AKÍS 2019!

Verðlaunaafhending meistaratitla verður haldin í fundarsal ÍSÍ Engjavegi 6 laugardaginn 9. nóvember 2019 kl. 16:00. Veitt verða samtals 31 verðlaun til íslandsmeistara 2019 og tilkynnt um val á akstursíþróttamanni ársins einni konu og einum karli og þeim afhentir farandbikarar. Eins og á síðasta ári verður lokahóf AKÍS með fjölskylduvænum hætti. Boðið verður upp á gos […]

Lesa meira...

Atkvæðagreiðsla: Akstursíþróttamaður ársins!

Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð útnefndi. Netkosningu lýkur 29. október 2019, tveimur vikum fyrir Formannafund AKÍS og tveir komast áfram af hvoru kyni.   Úrslit verða birt á verðlaunaaafhendingu meistaratitla sem verður 9. nóvember 2019 í sal ÍSÍ. […]

Lesa meira...