Slysa- og dánartrygging keppenda

Á síðasta ársþingi var lagður grunnur að því að slysatryggingar væru hluti af því sem keppnisskírteini AKÍS gæfi. Þannig væri kostnaður við skráningu í fyrsta sinn á keppnistímabilinu hærri, en keppendur væru upp frá því slysatryggðir í keppnum á vegum AKÍS.  Hér er aðeins um að ræða grunn slysa- og dánartryggingar þannig að keppendur eru […]

Lesa meira...

Úrslit: Torfæran á Hellu

Um helgina fór fram blaklader torfæran á Hellu. Yfir 3000 manns voru á svæðinu þar sem fyrsta umferð íslandsmótsins í torfæru fór fram. Það voru Akstursíþróttanefnd Umf. Heklu í samstarfi við Flugbjörgunarsveitina á Hellu sem stóðu fyrir keppninni. 20 keppendur tóku þátt í 6 brautum. Hraðamælingar fóru fram í einni brautinni þegar bílarnir keyrðu á ánni og […]

Lesa meira...

Blåkläder torfæran á Hellu!

Þann 13 maí heldur Akstursíþróttanefnd Heklu í samstarfi við Flugbjörgunarsveitina á Hellu Blåkläder torfæruna á Hellu. Keppnin hefst klukkan 11:00 og þar er um að ræða 1. umferð íslandsmótsins í torfæru 2017 Eknar verða 6 brautir og öllu til tjaldað. 20 keppendur eruskráðir til leiks og munu etja kappi í sandbrekkum, ánni og mýrinni þar til […]

Lesa meira...

Tryggingar óskráðra keppnistækja

Stjórn AKÍS hefur undanfarið átt fundi með Samgöngustofu, ráðuneytum og tryggingarfélögum þar sem meðal annars var rætt um tryggingar keppnistækja sem ekki eru skráð hjá Samgöngustofu. Á þeim fundum hefur verið staðfest að sú frjálsa ábyrgðartrygging sem keppendur hafa verið að kaupa fyrir óskráð keppnistæki uppfyllir skilyrði reglugerðar um akstursíþróttir (Reglugerð 507/2007 ásamt síðari breytingum). […]

Lesa meira...

Aron Jarl Hillers: Akstursíþróttakarl ársins 2016 - Viðtal

Aron Jarl Hillers er akstursíþróttakarl ársins 2016. Aron hefur verið viðloðinn drift á Íslandi síðan á upphafsdögum þess. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í íþróttinni og þykir með eindæmum góður talsmaður íþróttarinnar. Hann er Íslandsmeistari 2016 og vann hann gull í 3 af 6 keppnum sumarsins. Í tveimur þeirra vann hann til silfur verðlauna og í einni […]

Lesa meira...

Ásta Sigurðardóttir: Akstursíþróttakona ársins 2016 - Viðtal

Ásta Sigurðardóttir er Akstursíþróttakona ársins 2016. Ásta er þrefaldur Íslandsmeistari í ralli sem aðstoðarökumaður 2006 og 2007 og nú síðast frábær íslandsmeistaratitill á síðasta ári. Það eru ekki margar konur í akstursíþróttum á Íslandi og fáar sem ná jafn frábærum árangri og Ásta að ekki sé talað um gleðina sem ríkir kringum hana! Okkur lék forvitni á […]

Lesa meira...

Ársþing AKÍS 2017

Akstursíþróttasamband Íslands hélt ársþing sitt 18. mars 2017. Tryggvi M. Þórðarson gaf áfram kost á sér sem formaður og var hann sjálfkjörinn. Í stjórn sitja áfram Einar Gunnlaugsson, Sigurður Gunnar Sigurðsson, Jón Bjarni Jónsson, Ragnar Róbertsson og Helga Katrín Stefánsdóttir. Torfi Arnarson var auk þess kosinn til tveggja ára. Þórður Bragason gaf ekki kost á sér til […]

Lesa meira...

R4 rallybílar!

Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist frá FIA að samningar hafa tekist við ORECA sem birgir fyrir R4-kitt fyrir rallykeppnir. R4-kittið er pakki af FIA samþykktum íhlutum sem hægt er að setja í nokkrar tegundir af bílum og breyta í fjórhjóladrifs 1.6 lítra turbo rally keppnistæki. Hugmyndin varðar vonandi leið fyrir fleiri bíla og vörumerki til að […]

Lesa meira...

Hádegisfyrirlestur í tilefni Heilaviku

Næstkomandi miðvikudag 15. mars mun Háskólinn í Reykjavík standa fyrir hádegisfundi í tilefni Heilaviku sem ber heitið Höfuðhögg og Hormónar: Vanstarfsemi heiladinguls eftir heilahristing. Fyrirlesarar verða þær Dr. Hafrún Kristjánsdóttir og Dr. María K. Jónsdóttir. Aðgangur er ókeypis og fyrirlesturinn er öllum opinn. Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.

Lesa meira...