Tilkynning frá keppnisráði í ralli

Vegna mikillar starfsmannaeklu við keppnishald undanfarin ár hefur keppnisráð í ralli ákveðið eftirfarandi. Keppendur (áhöfn) sem skrá sig til keppni í ralli skulu skaffa tvo starfsmenn og bíl.  Keppnishaldari greiðir bensínkostnað sem nemur 40 krónum á hvern ekinn kílómeter.  Eknir kílómetrar eru fundnir út frá tímamaster. Geti áhöfn ekki skaffað starfsmenn greiðir hún álag á […]

Lesa meira...

Fyrsta bikarkeppnin í gókart 2015

Fyrsta bikarkeppni í gókart 2015 og var keppt í einum opnum flokki, en haldin var tímataka og 3 umferðir eða „heat“. Skráðir voru 9 keppendur í keppnina, og mættu 8 þeirra til leiks. Engar athugasemdir voru gerðar við skoðun á ökutækjum og búnaði keppenda. Allar stöður voru mannaðar en sumir flaggara voru þó full reynslulitlir en einhverstaðar verða […]

Lesa meira...

Sindratorfæran á Hellu

Flugbjörgunarsveitin á Hellu í samstarfi við Torfæruklúbb Suðurlands stóð fy rir Fyrstu umferð íslandsmótsins í Torfæru. Um 2000 manns mættu á svæðið og nutu veðurblíðu og glæsilegrar keppni Úrslit urðu þessi: Sérútbúnir. 1. Elmar jón Guðmundsson          Heimasætan 2. Snorri þór Árnason                   Kórdrengurinn 3. […]

Lesa meira...

Tryggingar keppnistækja

Helstu tryggingarfélög landsins hafa nú ákveðið að bjóða uppá frjálsa ábyrgðartryggingu fyrir "óskráð" keppnistæki. Þetta er sérstakt fagnaðarefni þar sem þessi keppnistæki hafa í raun verið ótryggð á undanförnum árum. AKÍS hefur fengið við staðfestingu þess að TM, Vörður, Sjóvá og VÍS muni bjóða uppá frjálsar ábyrðartryggingar til samræmis við 18. gr. reglugerðar um akstursíþróttir. […]

Lesa meira...

HERO bílaklúbburinn mættir til leiks!

Historic Endurance Rally Organisation í Bretlandi, HERO, heldur keppni fornbíla á Íslandi dagana 19. til 24. apríl 2015 undir nafninu Icelandic Saga 2015. Í keppninni taka þátt rúmlega þrjátíu erlendir keppendur, flestir frá Bretlandseyjum. Keppnin er sambland af góðakstri (regularity rally), ökuleikni (driving test) og akstri upp brekku (hill climb) sem þó er takmarkað við […]

Lesa meira...

50 ára afmæli Torfærunnar á Íslandi Sindratorfæran á Hellu 1. og 2. maí 2015

2 maí 1965 fór fram fyrsta keppni í torfæruakstri í landi Reykjahlíðar í Mosfellsdal. Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur (B.K.R) stóð fyrir keppninni og stóð Egill Gunnar Ingólfsson uppi sem sigurvegari á Willys CJ5 1964 mótel. Jóel Jóelsson garðyrkjumaður í Reykjahlíð veitti B.K.R leyfi fyrir keppninni á sinni landareign og mátti litlu muna að menn þyrftu sæta fangelsisvistar […]

Lesa meira...

Rafmagnskappakstursbíll afhjúpaður

Teamspark frumsýndi í dag TS15 útgáfu af rafmagnskappakstursbíl sínum. Teymið er hópur 39 verkfræðinema sem hafa unnið hörðum höndum að verkefninu undanfarna mánuði. Tryggvi Magnús Þórðarson formaður Akstursíþróttasambands Íslands færði hópnum sérstakan grip í tilefni sýningarinnar. Gripurinn er stimpill úr vél og er tákn gamla tímans og fylgdu góðar óskir um frábært gengi á Silverstone brautinni […]

Lesa meira...

Áhugaverðir fræðsluviðburðir ÍSÍ í apríl

Kæru sambandsaðilar.   Við viljum vekja athygli á fræðsluviðburðum ÍSÍ í apríl. Vinsamlegast hjálpið okkur að breiða út boðskapinn.   apríl  Málþing um höfuðáverka í íþróttum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Leikmannasamtökin. Það verður haldið kl:12:00 í stofu V101 í Háskóla Reykjavíkur. Erindi: María Kristín Jónsdóttir, taugasálfræðingur og dósent við HR: „Hvað gerist […]

Lesa meira...

Öryggisnámskeið á Egilsstöðum!

Almennt öryggisnámskeið verður haldið fyrir stjórnendur akstursíþróttakeppna. Námskeiðið er fyrst og fremst fyrir skoðunarmenn, öryggisfulltrúa og aðra sem bera ábyrgð á framkvæmd keppni.   Takmarkaður fjöldi - svo vinsamlega skráið ykkur sem fyrst.  

Lesa meira...