Búið er að birta keppnisdagatal fyrir næsta keppnistímabil. Fyrstu keppnirar eru í Hermikappakstri og hefjast á sunnudaginn í næstu viku. Finna má allar keppnir undir Keppnisdagatali hér á síðunni.
Laugardaginn s.l. fór fram Lokahóf AKÍS á Akranesi. Voru þar allir Íslandsmeistarar ársins krýndir ásamt því að öllum tilnefndum sjálfboðaliðum ársins hjá félögunum voru verðlaunaðir. Einnig var tilkynnt um val á Akstursíþróttafólki árins 2023. En þau Heiða Karen Fylkisdóttir og Daníel Jökull Valdimarsson, hlutu titlana Akstursíþróttakona og Akstursíþróttakarl ársins, 2023. Við óskum þeim að sjálfsögðu […]
Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands verður í Golfskálanum Akranesi þann 4. nóvember næstkomandi. Nánari dagskrá verður birt næstu helgi. Um er að ræða borðhald þar sem boðið verður upp á m.a. steikarhlaðborð og eftirrétt. Verð fyrir aðganginn og mat er 9.800 kr. Vinsamlegast skráið ykkur hér og tilgreinið fjölda miða. Skráningafrestur er út fimmtudaginn.
Tilnefningar keppnisráða til akstursíþróttafólks ársins 2023 Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu sem finna má hér eða neðst í þessari færslu, þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði sitt einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð hefur tilnefnt. Netkosningu lýkur á miðnætti 1. nóvember n.k. Tilnefning frá keppnisráði í Drifti. Fabian Dorozinski-Drift-Karlar. Fabian […]
Nýlega tilkynntu iRacing og FIA um samstarf þeirra á milli varðandi nýtt keppnisform. Þar er um að ræða svæðisbundna keppni svonefnda, FIA F4 Esport Regional tour, sem verður í boði fyrir alla skráða notendur iRacing. Keppninni verður skipt upp í 4 svæði og hefst keppnin í Evrópudeildinni seinna á þessu ári. Sjá nánar í frétt […]
Komið hefur boð í gegnum FIA Esport Commission frá Digital Autosport of Automobile Federation of Ukraine, um þátttöku í tveimur keppnum að tilefni þjóðhátíðardags Úkraínu þann 24. ágúst 2023 n.k. Keppt verður annarsvegar í Gran Turismo 7, þann 24. ágúst og daginn eftir verður svo keppt í iRacing. Þátttökugjald er ekkert. Nánari upplýsingar um keppnir […]
Nú um daginn auglýsti FIA þrjár spennandi stöður lausar til umsóknar hjá þeim. Nánari upplýsingar um stöður má sjá hér að neðan : - FIA Head of Operational Safety - FIA Head of Safety Equipment Homologation - FIA Head of Project Management Office Við hvetjum alla áhugasama að senda umsókn sína til umsjónaraðila hvers starfs.
IOC kynnir mótaröð í rafíþróttum Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur kynnt fyrirkomulag á mótaröð í rafíþróttum, „Olympic Esports Series 2023“ sem er keppni í rafíþróttum í hermum og með rafrænum hætti á heimsvísu en IOC átti frumkvæðið að mótaröðinni og er hún í samvinnu við alþjóðasérsambönd og leikjaframleiðendur. Búið er að staðfesta að keppt verður í eftirfarandi […]