Keppnisdagatal ársins 2024

Búið er að birta keppnisdagatal fyrir næsta keppnistímabil. Fyrstu keppnirar eru í Hermikappakstri og hefjast á sunnudaginn í næstu viku. Finna má allar keppnir undir Keppnisdagatali hér á síðunni.

Lesa meira...

Lokahóf ársins

Laugardaginn s.l. fór fram Lokahóf AKÍS á Akranesi. Voru þar allir Íslandsmeistarar ársins krýndir ásamt því að öllum tilnefndum sjálfboðaliðum ársins hjá félögunum voru verðlaunaðir. Einnig var tilkynnt um val á Akstursíþróttafólki árins 2023. En þau Heiða Karen Fylkisdóttir og Daníel Jökull Valdimarsson, hlutu titlana Akstursíþróttakona og Akstursíþróttakarl ársins, 2023. Við óskum þeim að sjálfsögðu […]

Lesa meira...

Lokahóf AKÍS - Dagskrá

Hér má sjá dagskrá kvöldins.

Lesa meira...

Lokahóf AKÍS 4. nóvember

Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands verður í Golfskálanum Akranesi þann 4. nóvember næstkomandi. Nánari dagskrá verður birt næstu helgi. Um er að ræða borðhald þar sem boðið verður upp á m.a. steikarhlaðborð og eftirrétt. Verð fyrir aðganginn og mat er 9.800 kr. Vinsamlegast skráið ykkur hér og tilgreinið fjölda miða. Skráningafrestur er út fimmtudaginn.

Lesa meira...

Netkosning: Akstursíþróttafólk ársins 2023!

Tilnefningar keppnisráða til akstursíþróttafólks ársins 2023 Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu sem finna má hér eða neðst í þessari færslu, þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði sitt einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð hefur tilnefnt. Netkosningu lýkur á miðnætti 1. nóvember n.k.   Tilnefning frá keppnisráði í Drifti. Fabian Dorozinski-Drift-Karlar. Fabian […]

Lesa meira...

FIA F4 Esports Regional Tour

Nýlega tilkynntu iRacing og FIA um samstarf þeirra á milli varðandi nýtt keppnisform. Þar er um að ræða svæðisbundna keppni svonefnda, FIA F4 Esport Regional tour, sem verður í boði fyrir alla skráða notendur iRacing. Keppninni verður skipt upp í 4 svæði og hefst keppnin í Evrópudeildinni seinna á þessu ári. Sjá nánar í frétt […]

Lesa meira...

Hermikappakstur í Úkraínu

Komið hefur boð í gegnum FIA Esport Commission frá Digital Autosport of Automobile Federation of Ukraine, um þátttöku í tveimur keppnum að tilefni þjóðhátíðardags Úkraínu þann 24. ágúst 2023 n.k.   Keppt verður annarsvegar í Gran Turismo 7, þann 24. ágúst og daginn eftir verður svo keppt í iRacing. Þátttökugjald er ekkert. Nánari upplýsingar um keppnir […]

Lesa meira...

Störf innan FIA

Nú um daginn auglýsti FIA þrjár spennandi stöður lausar til umsóknar hjá þeim. Nánari upplýsingar um stöður má sjá hér að neðan : - FIA Head of Operational Safety - FIA Head of Safety Equipment Homologation - FIA Head of Project Management Office Við hvetjum alla áhugasama að senda umsókn sína til umsjónaraðila hvers starfs.

Lesa meira...

IOC kynnir mótaröð í rafíþróttum

IOC kynnir mótaröð í rafíþróttum Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur kynnt fyrirkomulag á mótaröð í rafíþróttum, „Olympic Esports Series 2023“ sem er keppni í rafíþróttum í hermum og með rafrænum hætti á heimsvísu en IOC átti frumkvæðið að mótaröðinni og er hún í samvinnu við alþjóðasérsambönd og leikjaframleiðendur. Búið er að staðfesta að keppt verður í eftirfarandi […]

Lesa meira...