Stjórn AKÍS samþykkti á stjórnarfundi þann 18 mars 2025 breytingar á reglugerð um kjör á akstursíþróttafólki ársins og hefur þegar tekið gildi. Hægt er að sjá nýju reglugerðina hér á þessum link. https://reglur.akis.is/Codes/100/View
Stjórn AKÍS samþykkti á stjórnarfundi þann 18 mars 2025 breytingar á reglugerð um keppnisráð og hefur þegar tekið gildi. Hægt er að sjá nýju reglugerðina hér á þessum link. https://reglur.akis.is/Codes/99/View
Opnað hefur verið á skráningu á Öryggisfulltrúanámskeið AKÍS 2025.Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast og taka þátt að starfa sem öryggisfulltrúi á keppnum.Þeir sem skrá sig fá tengil í myndbönd þar sem farið er yfir námsefnið og rætt um það. Þannig getur hver sem er "setið" námskeiðið hvenær sem er […]
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir keppnisstjóra og þá sem hafa áhuga að starfa í dómnefndum á keppnum hjá AKÍS. Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast og taka þátt í störfum keppnisstjóra og dómnefnda. Þeir sem skrá sig fá tengil í myndbönd þar sem farið er yfir námsefnið […]
Við hjá Akstursíþróttasambandi Ísland erum að leita eftir aðilum til að sinna öryggismálum í akstursíþróttum. Innan AKÍS starfar öryggisráð sem vinnur í að byggja upp betra öryggi í kringum allar keppnisrgreinar á vegum sambandsins. Skipan í þetta ráð er til eins árs í senn. Reglugerð um öryggisráð Þeir sem hafa áhuga á að starfa í […]
Regluráð AKÍS hefur í samræmi við grein 2.1.c í reglugerð um regluráð AKÍS þýtt og staðfært nýlegar breytingar FIA á Reglubókinni FIA International Sporting Code. Hægt er að nálgast nýja þýðingu hér
Þrettánda ársþing Akstursíþróttasamband Íslands fór fram í dag. Framboð til formanns barst frá Jón Þór Jónssyni og var hann þá sjálfkjörinn. Stjórn voru þau kjörin til næstu tveggja ára Sigurður Ingi Sigurðsson, Linda Karlsdóttir og Halldór Viðar Hauksson. Þá voru þau Ari Halldór Hjaltason, Andri Már Sveinsson og Ásta Sigurðardóttir kjörin sem varamenn. Í stjórn […]
Ársþing AKÍS fer fram á á morgun. Þrettánda ársþing AKÍS fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal á morgun, laugardag, og hefst það klukkan 10:00. Framboð til formanns barst til endurkjörs hjá Jón Þór Jónsson og verður hann endurkjörinn sem formaður AKÍS. Níu einstaklingar hafa boðið sig fram til stjórnarsetu: Andri Már Sveinsson Ari Halldór Hjaltason […]
Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna standa ÍSÍ, UMFÍ og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir: Hvað segja vísindin? Ráðstefnan fer fram í HR föstudaginn 7. mars 2025, hefst kl.13:30 og stendur til kl.16:00. Eftir að fyrirlestrunum lýkur verður boðið upp á léttar veitingar, erindi um tjáknin og kynslóðirnar með Önnu Steinsen og […]