Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og Líf Magneudóttir, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur ræsa eRally Ísland 2018 föstudaginn 21. september klukkan 9:00 við höfuðstöðvar Orku Náttúrunnar. Keppnin er hluti af alþjóðlegu meistaramóti rafbíla FIA í nákvæmnisakstri (FIA Electric and New Energy Championship).
Degi áður en eRally Ísland 2018 hefst verður haldinn áhugaverður fagfundur í tengslum við keppnina. Þar er velt upp nýjum vinklum á rafbílavæðingunni og reynt að afla svara við spurningunni “erum við tilbúin?”
eRally er ekki keppni í hraðakstri heldur byggir það á nákvæmnisakstri rafmagnsbíla eftir fyrirfram ákveðinni leið. Ekið er á óbreyttum bílum og ávallt innan marka umferðarlaga, til dæmis hvað hámarkshraða hrærir. Á nokkrum stöðum við leiðina skrá starfsmenn tímann þegar bíllinn fer framhjá. Þar þurfa keppendur að vera staddir á nákvæmlega réttri sekúndu, annars fá þeir refsistig.
Þrír efstu keppendur í alþjóðlegu meistarakeppninni eru frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni og eru skráðir til leiks ásamt nokkrum öflugum Íslenskum keppendum.
Bílar sem nota má í eRally eru rafmagnsbílar, sem eru skilgreindir af FIA þannig að rafmagn er notað í stað hefðbundinnar drifrásar. Sem dæmi um bíla sem taka þátt eru Renault Zoe, Tesla S90D, BMW i3 og VW eGolf, sem eru hreinir rafbílar, ásamt Toyota Mira og Hyundai Nexo sem eru vetnisbílar.
Á föstudaginn verða keyrðar fallegar leiðir að Selfossi og um sveitirnar þar í kring ásamt Hellisheiðarvirkjun og á laugardag halda töfrar Reykjaness keppendum uppteknum.
Í viðhengi má finna:
Nánari upplýsingar er að finna á eRally Ísland 2018 - www.erally.is.