Formannsskipti

16.2.2023

Helga Katrín Stefánsdóttir hefur sagt sig frá embætti formanns
Akstursíþróttasambands Íslands. Varaformaður sambandsins, Baldvin
Hansson, tekur við hennar hlutverki og skyldum fram að ársþingi sem
haldið verður 18. mars næstkomandi. Hann mun, ásamt stjórn, gera allt
sem hægt er til að tryggja samfellu í störfum AKÍS með hagsmuni iðkenda
og aðildarfélaga að leiðarljósi. Nýr formaður verður svo valinn á
ársþinginu þar sem kosið er í embættið til eins árs í senn samkvæmt
lögum sambandsins.