Kæru félagar,
Viljum minna á að ársþing AKÍS verður haldið laugardaginn 8 mars.
Þingið hefst kl 10:00.
Samkvæmt 7 grein laga er talað um að málefni sem aðildarfélög óska eftir að vera tekinn fyrir á þinginu ásamt framboð til stjórnar skulu hafa borist til stjórnar minnst 3 vikum fyrir þing.
Sá dagsetning er laugardagurinn 15 febrúar!!!
Framboð og málefni fyrir þingið skal berast í tölvupósti á akis@akis.is
GREIN 7 | Ársþing AKÍS fer með æðsta vald í málefnum sambandsins og skal það haldið fyrir 1. apríl ár hvert. Þingið sitja fulltrúar frá þeim íþróttabandalögum, héraðssamböndum og félögum sem mynda sambandið.
Fulltrúafjöldi hvers félags fer eftir tölu útgefinna keppnisskírteina síðasta heila keppnistímabils sem hér segir: 1 til og með 25: Einn fulltrúi Ársþing skal boðað með auglýsingu og eða tilkynningu með eigi minna en eins mánaðar fyrirvara. Fundarboð skal senda aðildarfélögum AKÍS. Málefni sem aðildarfélög óska að tekin verði fyrir á þinginu skulu berast stjórn AKÍS minnst 3 vikum fyrir þing. Þetta á einnig við um framboð til formanns og stjórnar AKÍS. Eigi síðar en tveimur vikum fyrir þingið skal senda aðildarfélögum skriflegt fundarboð (síðara fundarboð) með dagskrá og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir þingið. Þingið getur þó tekið fyrir mál, borin upp með styttri fyrirvara, að fengnu samþykki 2/3 hluta þingfulltrúa. Ársþing er lögmætt ef löglega hefur verið til þess boðað. |