Fyrsta umferð íslandsmeistaramótsins í rallycross var haldin laugardaginn 30. apríl 2016 í blíðskapar veðri.
21 keppandi mætti til leiks að berjast um hver mundi leiða íslandsmótið. Keppt var í fjórum flokkum og baráttan var hörð og mikill tilþrifa akstur. Unglingaflokkurinn var í fullu fjöri, þau sýndu að þau verða harðir keppendur þegar þau komast í stóru flokkana.
Í 4WD krónu var mikil barátta það kom í ljós á síðustu metrunum hver var grimmari á endanum.
Í 2000 flokkir var nokkur barátta í gegnum alla riðlana. Sex bílar hófu keppni en það endaði þannig að fjórir komust í mark í úrslitariðli.
Opni flokkurinn gekk vel, flottir ökumenn sem sýndu að þeir hafa engu gleymt. Þeir komu og sýndu að þeir kunna að keyra.
Engin tilboð komu í bíla á uppboði eftir keppni.
Sjá nánar úrslit og stöðuna hér.
Fyrir hönd keppnisstjórnar í Rallycross,
Helga Katrín og Berglind Bjarnad.