Gókart keppni 9. ágúst 2015 var haldin af Gókartdeild AÍH (GKA) og var keppnin einnig 2. umferð í bikarmóti í Gókart 2015.
Þessi keppni var fimmta og síðasta umferð í Íslandsmóti í gókart 2015 og var keppt í einum opnum flokki, en haldin var tímataka og 3 umferðir eða „heat“ eins og reglur um gókart íslandsmótið gera ráð fyrir.
Skráðir voru 4 keppendur í keppnina, og mættu allir til leiks
Engar athugasemdir voru gerðar við skoðun á ökutækjum og búnaði keppenda. Allar stöður voru mannaðar. Keppni fór fram í blíðskaparveðri og tókst allt keppnishald afar vel.
Steinn Hlíðar Jónsson náði bestum tíma í tímatökunum og sigraði allar umferðir. Hinrik Wöhler sem leiddi íslandsmótið fyrir þessa umferð varð í fjórða sæti í dag en það dugði honum til sigurs í Íslandsmótinu. Keppnin til Íslandsmeistara var það jöfn að úrslit réðust ekki fyrr en í síðustu umferð en í henni þurfti Hinrik reyndar einungis að ljúka keppni til að verða Íslandsmeistari. Hann ók af skynsemi og gætti þess að lenda ekki í neinum pústum eða öðru sem gæti orðið til þess að hann næði ekki að ljúka umferðinni og þetta tókst hjá honum, hann kom 3. í mark eftir að Örn Strange lenti í bilunum og varð þar með Íslandsmeistari í gókart 2015.
Keppendur:
Bíll no Nafn: KT
39 Steinn Hlíðar Jónsson 070383-5359 AÍH
53 Hinrik Wöhler 200892-3729 AÍH
23 Örn Óli Strange 191095-2789 AÍH
54 Gunnlaugur Jónasson 090462-2299 AÍH
Úrslit tímataka:
Sæti Nr. Nafn:
1 39 Steinn Hlíðar Jónsson 10
2 23 Örn Óli Strange 8
3 54 Gunnlaugur Jónasson 6
4 53 Hinrik Wöhler 5
1 39 Steinn Hlíðar Jónsson 10
2 23 Örn Óli Strange 8
3 53 Hinrik Wöhler 6
4 54 Gunnlaugur Jónasson 5
1 39 Steinn Hlíðar Jónsson 10
2 54 Gunnlaugur Jónasson 8
3 53 Hinrik Wöhler 6
4 23 Örn Óli Strange 5
Samanlögð úrslit:
1 39 Steinn Hlíðar Jónsson 30 stig AÍH
2 23 Örn Óli Strange 21 stig AÍH
3 54 Gunnlaugur Jónasson 19 stig AÍH
4 53 Hinrik Wöhler 18 stig AÍH
Staða efstu manna í íslandsmótinu í Gókart 2015 (5 umferðir):