Hádegisfyrirlestur í tilefni Heilaviku

10.3.2017

Næstkomandi miðvikudag 15. mars mun Háskólinn í Reykjavík standa fyrir hádegisfundi í tilefni Heilaviku sem ber heitið Höfuðhögg og Hormónar: Vanstarfsemi heiladinguls eftir heilahristing. Fyrirlesarar verða þær Dr. Hafrún Kristjánsdóttir og Dr. María K. Jónsdóttir. Aðgangur er ókeypis og fyrirlesturinn er öllum opinn. Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.