Á fundi sínum þann 24. júni 2016 samþykkti FIA World Motorsport Council breytingu á hvernig punktar til meistara væru reiknaðir kæmi til þess að hætta þyrfti keppni áður en henni lyki. Ástæðan var sú að ekki er talið sanngjarnt að ljúka þurfi fullum 75% til að stig gildi. Ákvörðun FIA WMC er þannig að reikna hlutfallslega eftir því hve mikið af keppni hefði verið lokið er hætta þurfti. Hlutföllin eru þannig að ef keppni er lokið að 0%-25% hluta séu engin stig veitt; ef lokið er 25%-50% séu veitt einn þriðji; ef lokið er 50%-75% sé veittur helmingur stiga og ef lokið er 75%-100% séu stig veitt að fullu.
Á aukafundi á netinu 31.5.2017 samþykkti stjórn AKÍS að bæta eftirfarandi viðbót við 25. grein Keppnisreglna AKÍS 2017:
Hluti keppni lokið | Stuðull |
0% til 24,9% | 0 |
25% til 49,9% | 1 / 3 |
50% til 74,9% | 1 / 2 |
75% eða meira | 1 /1 |