Íslandsmeistaramót AB Varahluta í hermikappakstri 2020 3. umferð

24.2.2020

Eftir algerlega ótrúlega spennandi keppni, þar sem barist var um fyrsta sæti hverja einustu sekúndu keppninnar, eru úrslitin ljós.

Í forriðli kepptu 6 ökumenn um 4 laus sæti í toppriðli:
Marínó Haraldsson
Hákon Jökulsson
Adrian Marciniak
Karl Thoroddsen
Geir Logi Þórisson
Eyjólfur K.Jónsson

Forriðillinn var hörku kappakstur og kom nýr keppandi, Adrian Marciniak sterkur inn og vann riðilinn. Þessir komust áfram úr milliriðli í toppriðilinn:
Adrian Marciniak
Marínó Haraldsson
Karl Thoroddsen
Hákon Jökulsson

Lokariðillinn var feikisterkur og allir í toppformi. Brautin var sjóðandi heit, 60°C og lofthiti um 30°C. Mikið reyndi á dekk keppanda og var ljóst að lítið var eftir af þeim á lokametrum kappakstursins. Barist var um fyrsta sæti hverja einustu mínútu og skiptust Aron og Maziar á að halda fyrsta sæti. Maziar hóf leik á ráspól þar sem hann náði besta tíma í tímatöku. Maziar hélt forystu framan af, þar til Aron nýtti sér smávægileg mistök hjá Maziar. Aron virtist vera meira í stakk búinn til að auka forskot sitt en eftir smávægileg mistök hjá Aroni, var Maziar kominn fram úr aftur. Á þessum punkti voru dekkin búin að eyðast verulega og keppendur stundum skautandi til í beygjum og tapandi tíma.
Á síðustu metrum lokahrings leiðir Aron og dekk keppenda algerlega eydd. Atvik á sér stað þar sem Maziar ætlar að notfæra sér varnarsinnaða línu Arons inn í beygjuna. Bíll Maziar rekst utan í bíl Arons sem spinnur hálfhring og Maziar tekur forystu. Aron náði mjög fljótt stjórn og kom sér af stað aftur. En þar sem aðrir keppendur voru einungis um 4 sekúndur fyrir aftan Maziar og Aron, kom Aron fimmti í mark. Maziar fékk 30 sek. refsingu frá dómurum mótsins fyrir atvikið og endaði því í 7. sæti, og Aron í því 4. Hér eru úrslitin:

1 Jonas W Jonasson
2 Marínó Haraldsson
3 Karl Thoroddsen
4 Aron Óskarsson
5 Viktor Böðvarsson
6 Hákon Jökulsson
7 Maziar Shahsafdari
8 Adrian Marciniak
9 Geir Logi Þórisson
10 Eyjólfur K.Jónsson

Kærar þakkir til allra sem tóku þátt, AKÍS, Kvartmíluklúbbsins, AB Varahluta, og til Lowish media sem sá um að taka upp og streyma keppninni beint. Upptaka frá keppni verður sett á Youtube rás GT Akademíunnar.

Staðan í Íslandsmeistaramótinu í hermikappakstri.