Fyrsta keppni í Íslandsmeistara-mótaröð í hermikappakstri verður haldið í GT Akademíunni 23. febrúar frá 15.00 - 19.00. Í mótaröðinni verður keppt á GT3 bílum og verður alls keppt á 7 brautum út árið. Keppt er um stig í mótaröðinni og í síðasta móti ársins keppa svo átta stigahæstu ökumenn til úrslita um titil Íslandsmeistara í hermikappakstri. Í fyrsta móti ársins er keppt á Imola brautinni á Ítalíu í góðu veðri. 24 ökumenn með besta tíma úr tímatöku keppa til úrslita á Imola í 3 riðlum.
Verð fyrir þáttöku í mótinu er 11.900 kr
Innifalið í mótsgjaldi er:
• 60 mín tímataka
• Keppnisréttur frá AKÍS
Tímatökur fyrir keppnina á Imola hefjast 9. febrúar kl. 12.00 og lýkur 21. febrúar kl. 22.00. Bæði í keppni og tímatökum er ökumönnum frjálst að „tuna“ bíla sína að villd og eftir sínum þörfum. Innifalið í mótsgjaldi er 60 mín tímataka. Vilji þátttakendur bæta tíma sinn hafa þeir kost á fleiri tímatökum og kostar hver auka 30 mín tímataka 2.900 kr, og auka 60 mín tímataka 4.900 kr. Þeir sem ekki ná að vera meðal þeirra 24 sem keppa til úrslita fá 60 mín gjafabréf frá GT Akademíunni.
Keppendur skulu vera meðlimir akstursíþróttafélags innan AKÍS með gilt skírteini árið 2019. Hægt er að sækja um aðild að akstursíþróttafélögum á Íslandi hjá GT Akademínunni, og fylgja aðild ýmis fríðindi. Gjald fyrir aðild að klúbbum greiðist aðeins einu sinni á árinu og gerir félögum kleift að taka þátt í öllum keppnum ársins. Upplýsingar um aðild akstursíþróttafélaga fást hjá GT Akademíunni eða hjá viðkomandi félagi.
Kvartmíluklúbburinn heldur formlega fyrstu keppni ársins. Reglur mótsins eru aðgengilegar á heimasíðu Akstursíþróttasambands Íslands, og á heimasíðu GT Akademíunnar https://www.gta.is/.