Íþróttahátíð ÍSÍ 2024

4.1.2025

Í kvöld var mikið um dýrðir í Hörpuni þar sem lýst var kjöri íþróttamanns ársins ásamt því að veittar voru viðurkenningar til íþróttafólks innan íþróttasambanda ÍSÍ.

 

 

Akstursíþróttafólk ársins þau Karítas Birgisdóttir og Hrafnkell Rúnarsson fengu viðurkenningu frá ÍSÍ,

 

Glódís Perla Viggósdóttir fótboltakona var valinn íþróttamaður ársins 2024 og óskar AKÍS henni til hamingju með titilinn.

Björg Elín Guðmundsdóttir var í kvöld útnefnd Íþróttaeldhugi ársins 2024.

Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2024 á Íslandi.

Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta, er þjálfari ársins 2024 á Íslandi.