Keppnishald AKÍS í sumar

3.4.2020

Að kröfu Almannavarna, sóttvarnalæknis og landlæknis hefur allt íþróttastarf á landinu verið stöðvað þar til samkomubanni verður aflétt, eins og komið hefur fram í fréttatilkynningu frá þeim þessum aðilum og einnig ítrekað frá ÍSÍ og UMFÍ.

Sem stendur hefur samkomubannið verið framlegt þar til eftir helgina þegar torfæran á Hellu var sett á dagatalið. Þannig er þegar ljóst að keppnistímabil akstursíþrótta riðlast eitthvað á þessu ári.  Telja verður líkur á því að samkomubannið verði jafnvel framlengt enn lengur, en þó ekki víst.

Stjórn AKÍS fylgist vel með þessum málum og hefur þegar hafið skoðun á því hvernig best sé að bregðast við og mun upplýsa um það síðar í þessum mánuði. Vonin er sú að hægt sé að halda lögleg Íslandsmeistaramót í sem flestum greinum, en þetta þarf að skoða í samráði við keppnishaldara.

Engin námskeið verða haldin á vegum AKÍS fyrr en eftir að samkomubanni hefur verið aflétt.  Skoðun keppnisbúra heldur þó áfram, en ekki í hópi heldur með heimsóknum í skúra keppenda. 

Stjórn AKÍS hvetur félagsmenn til að fara eftir tilmælum stjórnvalda um samkomubann, fjarlægðarviðmið og hreinlæti.

Stundum hefur verið sagt að gott sé að “koma vel undan vetri”.  Það er von stjórnar að við öll komum heil til keppni - er slíkt verður heimilt að nýju.