Keppnisráð í ralli: fundur um reglur og flokkaskiptingu

2.3.2017

Keppnisráð í ralli boðar til fundar mánudaginn 6. mars n.k. í fundarsal C, ÍSÍ kl 20:00. Fundarefni verða tvenn:

  1. Breytingar á reglum í Íaslandsmótinu kynntar, power stage og nokkur atriði til viðbótar.
  2. Flokkaskipan í rallinu, þá talandi um "efstu deild" sem við þekkjum sem GrN í dag.

Tillögur um breytingar verða ræddar og keppnisráð bendir áhugasömum að kynna sér eftirfarandi. http://www.btrdarally.com/media/documents/BTRDA-2016-Regulations.pdf

Keppendur og allir áhugasamir um rallið eru velkomnir.