Kvartmíluklúbburinn heldur King of the Street / Outlaw King, bikarmót í áttungsmílu á kvartmílubraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 20. ágúst 2022.
Keppnisfyrirkomulag
Áttungsmíla, ræst á jöfnu, Pro Tree ljós
Í götubílaflokki og götuhjólaflokki skulu ökutæki vera götuskráð og á skráningarnúmerum - það er horft framhjá dekkjum, pústi, rúðuþurrkum og miðstöð á keppnisdegi.
Engir tímamiðar verða sýndir í keppninni - ekki á pittprentara, kappakstur.is eða á tímaskiltum.
Einungis birtist ljós á tímaskiltum sem sýna hvoru megin sigurvegari er.
Raðað er upp í eitt útsláttartré í hverjum flokki eftir viðbragðstíma í einni uppröðunarferð í byrjun keppni.
Verðlaunafé hefur verið birt og fer hækkandi eftir fjölda ökumanna.
Ýmis önnur aukaverðlaun verða í keppninni.
Mæting í keppni í síðasta lagi kl. 13:00
Skráðir ökumenn geta mætt á Test 'n' Tune sama dag kl. 11:00 og keyrt æfinguna.
Keppnin sjálf hefst svo kl 15:00.
Þarna er á ferðinni ein mest spennandi keppni sumarsins og eru allir velkomnir.