Í gegnum tíðina hefur þáttaka kvenna í akstursíþróttum ekki verið mikil á Íslandi. Það hefur þó verið að breytast á undanförnum árum þar sem konur eru sífellt að keppa í fleiri greinum.
Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA stofnaði sérstakan vinnuhóp um þátttöku kvenna í akstursíþróttum árið 2010, FIA Women in Motorsport. Vinnuhópurinn leggur áherslu á þjálfun og menntun kvenna ásamt aðgerðum sem ætlað er að auka hlut kvenna í akstursíþróttum. Hópurinn hefur staðið fyrir þingum á nokkurra ára fresti, nú síðast í Portugal í byrjun október 2016. Þann fund sótti nýskipaður fulltrúi AKÍS, Katrín María Andrésdóttir, og hefur hún fengist til að leiða verkefnið fyrstu skrefin.
AKÍS mun á næstu mánuðum gera áætlun um að auka hlut kvenna í akstursíþróttum.
Frekari upplýsingar munu birtast hér en meiri upplýsingar er að finna í tenglunum hér fyrir neðan.