Langar þig að taka þátt í Hermiakstri á Motorsport Games 2024

19.7.2024

Motorsport Games 2024

Hermiakstur - stutt lýsing

Yfirlit

Árið 2020 var í fyrsta sinn haldið mót í akstursíþróttum sem væri fyrir þær eins og heimsmeistaramót í öðrum íþróttum eða ólympíuleikar. Þetta mót fékk nafnið FIA Motorsport Games og er nú haldið í þriðja sinn.  Í fyrsta sinn var mótið haldið á Vallelunga brautinni rétt hjá Róm á Ítalíu, í annað sinn var mótið haldið á Paul Ricard brautinni rétt hjá Marseille í Frakklandi og nú í þriðja sinn mun mótið haldið til Valencia á Spáni.

Keppt hefur verið í hermiakstri frá upphafi, en nú í ár verður boðið uppá tvær mismunandi greinar í hermiakstir.  Annars vegar F4 í gegnum iRacing og hins vegar GT3 í Asseto Corsa Competizione (ACC).

Í hvora keppnisgrein er hægt að senda einn keppanda frá hverri þjóð.

Kostnaður við þátttöku í hvorri grein eru €800 sem AKÍS er ábyrgt fyrir að greiða.  Ætlast er til að þeir sem senda keppendur í mótið sjái um ferðir, hótel og þannig. FIA mun ekki koma að skipulagningu á því.

Skilyrði til þátttöku

Skilyrði til þátttöku á leikunum sjálfum eru að keppendur hafi ríkisborgararétt þess lands sem þeir keppa fyrir auk þess sem keppnisskírteini þarf að vera gefið út af akstursíþróttasambandi þess sama lands. Þá þurfa keppendur að vera eldri en sextán ára á keppnisdegi og vera handhafi alþjóðlegs keppnisskírteinis með ABC réttindi hið minnsta.

Að auki þurfa viðkomandi keppendur að tilheyra akstursíþróttafélagi innan AKÍS til að fá útgefið alþjóðlegt keppnisskírteini.

Val á keppendum

Við val á væntanlegum fulltrúum Íslands í hermiakstri þá munu haldnar tímatökur yfir ákveðið tímabil og munu eftirfarandi atriði mæld í báðum keppnisgreinum:

  • Besti hringur
  • Fjöldi löglegra hringja
  • Meðalhraði

Keppendur verða að hafa ekið að minnsta kosti fjörutíu löglega hringi á brautum sem tímataka fer fram á, en hringur er löglegur ef keppandi ekur hann á núll atvikastigum.  Hraðasti hringur sker síðan úr um sigurvegara.

Tímatökur

Bæði iRacing og ACC bjóða uppá almennar tímatökur fyrir þessa keppni og munum við nota þær.

iRacing:

  • Tímataka #2: 05 – 21 July - Okayama International Circuit; Full Layout
  • Tímataka #3: 09 – 25 August - Oulton Park Circuit; International Layout
  • Tímataka #4: 06 – 22 September - Motorsport Arena Oschersleben; Grand Prix Layout

ACC:

  • Time Attack #2: 05 – 22 July - RICARDO TORMO (Valencia)
  • Time Attack #3: 09 – 26 August - RICARDO TORMO (Valencia)
  • Time Attack #4: 06 – 23 September - RICARDO TORMO (Valencia)

Hjá ACC þarf að kaupa aðgang að DLC til að komast í keppnina.

Haldið mun út upplýsingatöflu um árangur þeirra Íslendinga sem eru að keppa, þannig að hver og einn geti séð hvar hann stendur.

Úrslit eru kynnt tveimur dögum eftir að síðustu tímatökum lýkur.