Ljómarall í Skagafirði - Lokanir á vegum

20.7.2017

Laugardaginn 29. júlí 2017 fer fram Ljómarall í Skagafirði.

Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmeistaramótinu í rallakstri í ár og fer fram í samræmi við reglur Akstursíþróttasambands Íslands, veitt eru viðeigandi leyfi og tryggingar svo sem þar greinir.

Keppnin fer fram með hefðbundnu sniði og verða eftirfarandi vegir lokaðir laugardaginn 29. júlí 2017, svo sem hér segir:

  • Kl. 08:10 – 13:00. Vegur nr. 35 um Mælifellsdal / Mælifellsdalsvegur F756 um 4,5 km frá Efribyggðarvegi nr. 751 að Bugavatni. Við þetta lokast einnig aðkoma af vegslóða um Gilhagadal inn á fyrrnefndan veg.
  • Kl. 13:00 – 15:00. Vegur nr. 752 / F752 Skagafjarðarleið frá afleggjara á móts við Litlu-Hlíð / Hof og Hofsvelli að Þorljótsstöðum. Þessi vegur er í raun norðasti hluti af Sprengisandsleið, Skagafjarðarmegin.
  • Kl. 15:45 – 17:00. Vegur um Nafir innanbæjar á Sauðárkróki, ofan (vestan) elsta bæjarhlutans. Leiðin verður afmörkuð með merkingum.

Vegfarendum er skylt að virða lokanir og fyrirmæli starfsmanna keppninnar.

Þeir sem vilja horfa á eða fá nánari upplýsingar um keppnina er bent á facebook síðu Bílaklúbbs Skagafjarðar.

Þangað má einnig komast með því að slá inn vefslóðina: www.bks.is

Keppnisstjóri er Arnar Freyr Árnason og síminn hjá honum er 775 0410.