Metþáttaka í fyrstu umferð Íslandsmóts í Rallycross

21.5.2021

Fyrsta umferð Íslandsmóts í Rallycross var haldin síðastliðna helgi, sunnudaginn 16. maí á aksturssvæði Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar í Kapelluhrauni. 

Skráningarmet í Íslandsmótið féllu hvað eftir annað, fjöldi skráðra keppnistækja 46 samtals og aldrei verið fleiri í einu Íslandsmóti frá stofnun AÍH. 42 keppendur komust alla leið á ráslínu þar sem bilanir og annað komu upp hjá 4 keppendum fyrir keppni. Annað met var skráning í Unglingaflokk, en í hann voru skráðir 15 unglingar, sem er tvöföldun á keppendum frá fyrra meti. Þurfti að keyra flokkinn í 2 hollum, 4 bestu úr hvoru holli fóru í lokaúrslit. Metskráning var einnig í nýstofnuðum 1400 flokki, eða 7 keppendur.

Keppnin gekk vel heilt yfir, þó vegna gífurlegs fjölda keppenda dróst dagskrá aðeins, sem ber að skilja þar sem ýmislegt getur komið upp á. Var sýnt frá henni í beinni útsendingu á Facebooksíðu Mótorsports og lýsti kynnirinn góðkunni Bragi Þórðarson keppninni með tilþrifum og vill Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar koma til hans þökkum, sem og því öfluga starfsfólki sem að keppninni kom. Ljóst er að bjartir tímar eru framundan í Rallycross á Íslandi.

Úrslit keppninnar:

Unglingaflokkur

  1. Emil Reynisson
  2. Jóhann Ingi Fylkisson
  3. Björgólfur Kristinsson

 

1000cc Standard flokkur

  1. Hilmar Pétursson
  2. Sævar Þór Snorrason
  3. Arnar Elí Gunnarsson

 

1400cc flokkur

  1. Arnar Freyr Árnason
  2. Arnar Már Árnason
  3. Guðríður Ósk Steinarsdóttir

 

2000 cc flokkur

  1. Birgir Kristjánsson
  2. Vikar Karl Sigurjónsson
  3. Sverrir Snær Ingimarsson

 

4x4 Non-Turbo flokkur

  1. Tryggvi Ólafsson
  2. Agnar Freyr Ingvason
  3. Ólafur Tryggvason

 

Opinn flokkur

  1. Steinar Nói Kjartansson
  2. Jóhannes Reginn Karlsson