Skráningarferill keppnistækja

 

Skráningarferill keppnistækja

Skráningaferill tækja fer eftir því hvort tækið er skráð hjá Samgöngustofu eða ekki.

Við skráningu í keppni er auk upplýsinga um keppanda skráð fastnúmer keppnistækis, hvort heldur sem er skráningarnúmer Samgöngustofu eða skráningarnúmer AKÍS.  

 

Keppnistæki skráð hjá Samgöngustofu

Tæki sem skráð eru hjá Samgöngustofu hafa fastnúmer sem AKÍS notar sem sitt skráningarnúmer.  Þær keppnisgreinar AKÍS sem þessi tæki má helst finna eru:

  1. Rally
  2. Drift
  3. Götubílaflokkur torfæru
  4. Spyrnugreinar (kvartmíla, sandspyrna og svo framvegis)
  5. Hringakstur

Af ofangreindum keppnisgreinum er aðeins rally sem notar almenna vegi, aðrar greinar eru á lokuðum svæðum ætluðum til akstursíþrótta, annað hvort til lengri eða skemmri tíma.

Í kjölfar þess að tæki sem er með skráningarnúmer frá Samgöngustofu er skráð til keppni munu þær upplýsingar settar inn í gagnagrunn hjá AKÍS.

 

Óskráð keppnistæki

Keppnistæki sem eru ekki skráð hjá Samgöngustofu þarf að skrá sérstaklega hjá AKÍS til að hægt sé að ganga frá nauðsynlegum lögboðnum keppnistryggingum.  

  1. Á vefslóðinni: https://www.akis.is/umsoknir/keppnistaeki/ er að finna skráningareyðublað sem fylla þarf út til að skrá tæki.
  2. Þegar beiðni um nýskráningu hefur verið mótttekin er hún send til skoðunarmanns til frumskoðunar tækisins.
  3. Eftir að tækið hefur staðist skoðun mun því gefið skráninganúmer frá AKÍS