Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu sem finna má hér eða neðst í þessari færslu, þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði sitt einu sinni.
Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð hefur tilnefnt. Netkosningu lýkur á miðnætti 1. nóvember n.k.
Tilnefning frá keppnisráði í Drifti.
Hrafnkell Rúnarsson -Drift-Karlar.
Hrafnkell Rúnarsson, vann opna flokkinn í Íslandsmeistara mótaröðinni á móti erfiðri samkeppni. Flottur akstur hjá honum í ár og fyrirmyndar keppandi. Ásamt því að verða Íslandsmeistari þá keyrði hann líka úti á Gatebil sem fulltrúi Íslands ásamt öðrum Íslendingum.
Tilnefning frá keppnisráði í Spyrnu.
Gunnlaugur Gunnlaugsson -Spyrna-Karlar.
Gunnlaugur hefur keyrt í DS flokki frá árinu 2021 og verið í fremstu röð frá fyrstu ferð.
Á árinu varð hann íslandsmeistari í DS flokki og bætti íslandsmetið í flokknum umtalsvert.
Þá varð hann einnig bikarmeistari í sama flokki á mótaröð BA.
Gunnlaugur sigraði Outlaw hurðabílaflokk í Götuspyrnu ársins og hann sigraði Outlaw King keppnina á árinu.
Íslandsmet hans er 4,715sek. á 246kmh(156mph).
Ásdís Kristrún Melsted -Spyrna-Konur.
Ásdís hefur verið á verðlaunapalli í öllum keppnum sem hún hefur tekið þátt í s.l. tvö ár og sigrað níu þeirra.
Ásdís varð á árinu íslandsmeistari í áttungsmílu A/C flokki (6,30 sek).
Þá varð hún einnig bikarmeistari í sama flokki á mótaröð BA.
Ásdís sigraði EV flokk í King of the Street keppninni og rafmagnsbílaflokk í Götuspyrnu ársins.
Tilnefningar frá keppnisráði í Rallycrossi.
Eydís Anna Jóhannesdóttir -Rallycross-Kona
Eydís Anna er 16 ára gömul og hefur keppt 2 heil keppnistímabil og hefur sýnt mjög góða takta. Hraðinn hefur aukist og sýndi hún það í ár að hún á helling inni og var hún stigahæsta stelpan í unglingaflokki í sumar.
Unglingaflokkur í rallycrossi er mjög krefjandi flokkir þar sem 17 unglingar kepptu í öllum keppnum sumarsins.
Það verður gaman að fylgjast með Eydísi bæta sig á komandi ári.
Tryggvi Ólafsson -Rallycross-karlar
Tryggvi Ólafsson er 23 ára gamall hann hefur verið viðloðandi Rallycross síðan 2016 þegar hann keppti í fyrsta skipti í unglingaflokki á Hondu Civic.
Hann hefur keppt á hverju ári síðan fyrir utan 1 ár sem hann tók pásu.
Hann hefur keppt í 4x4 flokki, 1400 flokki og 1000 flokki, í síðustu tveim keppnum á þessu ári keppti hann í 2 flokkum.
Hann hefur verið ofarlega í öllum Íslandsmótum sem hann hefur keppt í og er Íslandsmeistari sem og Bikarmeistari í 1400 flokk 2024.
Tilnefning frá keppnisráði í Torfæru.
Ingvar Jóhannesson-Torfæra-Karlar.
Ingvar keppti fyrst í torfæru árið 2019 og keppti ekki full tímabil frá 2019 - 2021. Árið 2022 keppti Ingvar fyrst í öllum keppnum tímabilsins og skoraði stig í öllum keppnum og endaði þá í 5.sæti til Íslandsmeistara. Leiðin hefur svo bara legið upp á við þar sem að árið 2023 náði Ingvar í sinn fyrsta sigur í torfæru og urðu þeir alls þrír það tímabilið. Í ár setti Ingvar strax tóninn með því að sigra fyrstu keppni ársins á Hellu og leit ekki í baksýnisspegilinn eftir það og leiddi keppni til Íslandsmeistara allt tímabilið.
Árangur tímabilsins varð á endanum:
1.sæti á Hellu
2.sæti í Hafnarfirði
3.sæti á Egilsstöðum
5.sæti á Blönduósi
3.sæti á Akureyri
Ingvar endaði því með að verða Íslandsmeistari með yfirburðum með 22 stiga forskot á næsta mann eftir eitt harðasta keppnistímabil í torfæru hingað til.
Ingvar keppti einnig í báðum bikarmótum ársins þar sem að hann endaði annarsvegar í 2.sæti og hinsvegar í 4.sæti og endaði því samanlagt í 3.sæti til bikarmeistara.
Tilnefningar frá keppnisráði í Rally.
Karítas Birgisdóttir-Rally-Konur.
Karítas Birgisdóttir er tilnefnd fyrir rally. Hún er 17 ára Hafnarfjarðarmær og stundar nám við Flensborgarskólann.
Lífið er svo sannarlega mótorsport hjá Karítas þar sem í sumar keppti hún bæði í rally og rallycrossi. Þetta var fyrsta ár hennar í rally og skráði hún sig í sögubækurnar sem yngsti ökumaður sem unnið hefur rallykeppni og Íslandsmeistaratiltil í greininn. Jafnframt var hún eini kvenkyns ökumaðurinn og hún og Helena aðstoðarökumaður hennar eina kvenkyns áhöfnin. Þær óku í eindrifs 1.000 sm3 flokki sem er fyrir litla og mjög lítið breytta bíla. Þeim tókst að ljúka keppni í þremur keppnu af fjórum en engin önnur áhöfn náði að skila sér í endamark þó margar reyndu.
Í ár var þriðja keppnistímabilið í rallycrossi hjá Karítas, en hún hefur tekið þátt í öllum rallycrosskeppnum á Íslandi síðan 2022 og staðið sig með prýði. Hún lauk sumrinu með stæl í fjölmennustu rallycrosskeppni sumarsins og vann Rednek bikarmótið í standard 1000 stelpuflokknum sem keyrður var í fyrsta skipti, ekkert smá afrek það.
Karítas er hugrökk og góð fyrirmynd fyrir aðrar stelpur sem á svo sannarlega heima í hópi kvenna sem hljóta tilnefningu sem akstursíþróttakona ársins 2024.
Almar Viktor Þórólfsson -Rally-Karl.
Hann hefur tekið þátt í rally sem ökumaður síðan 2017 en áður var hann aðstoðarökumaður fyrir félaga sinn 2015 og 2016. Lengst af hefur hann ekið í flokki fyrir fjórhjóladrifna fólksbíla á túrbínu og í ár tryggði hann sér Íslandsmeistaratitilinn í þeim flokki með virkilega góðum og yfirveguðum akstri. Þannig fékk hann, ásamt Vigdísi aðstoðarökumanni sínum, hámarks stigafjölda til Íslandsmeistara í þremur af fjórum keppnum ársins.
En það er ekki eingöngu árangurinn á sérleiðunum sem gerir Almar verðugan til að hljóta titilinn Akstursíþróttamaður ársins, heldur er það hvað hann er ávallt tilbúinn að hjálpa og leiðbeina öðrum keppendunum. Þannig hjálpaði hann skæðum keppinaut í sumar að skipta um vél svo hann gæti keppt og eins hjá hjálpaði hann öðrum keppinaut fyrir rally Reykjavík að laga gírkassa. Almar er duglegur að hvetja fólk í kringum sig, hann lánar verkfæri, varahlutir, öryggisbúnað og allt sem fólki mögulega vantar til að geta keppt eða haldið áfram keppni. Almar veigrar sér ekki við því að skella sér ofan í húddið eða undir bíl ef það verður til þess að félagarnir geti haldið áfram. Það skiptir hann engu máli hver það er sem er í vandræðum, hann hjálpar. Þannig keppir Almar á sérleiðum en utan þeirra er hann liðsmaður og það gerir góðan íþróttamann.