Á morgun laugardaginn 26 apríl fer fram Norðurlandamótið í hermiakstri á Íslandi: FIA Nordic Esport Championship 2025 – Mótið er haldið af Akstursíþróttasambandi Íslands (AKÍS) og fer fram í húsakynnum GT Akademíunnar í Faxafeni 10, þar sem almenningi gefst tækifæri á að fylgjast með í rauntíma.
Keppendur frá fimm Norðurlöndum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi – etja kappi í tveimur flokkum: AMG Mercedes GT3 og FIA F4. Ísland teflir fram öflugu liði og keppa þeir Sigurgeir Lúðvíksson og Hákon Jökulsson í GT3, og Roland Alfredsson og Gunnar Karl Vignisson í F4. Þessir ökumenn stóðu sig best í opnum tímatökum fyrr í apríl og hafa þegar vakið athygli fyrir frammistöðu sína á alþjóðavettvangi.