Ný spyrnubraut vígð á Bíladögum BA

23.6.2021

 

Ný spyrnubraut Bílaklúbbs Akureyrar var vígð við hátíðlega athöfn þann 19.júní síðastliðinn.

Mikil eftirvænting hefur verið eftir nýju brautinni en bílaklúbburinn lagði fyrst inn beiðni fyrir akstursíþróttasvæði við bæjarstjórn Akureyrarbæjar fyrir rúmum 40 árum síðan.

Mikill fjöldi var samankominn á svæði Bílaklúbbs Akureyrar á laugardaginn til að horfa á keppni í götuspyrnu BA sem er hluti af Bíladögum ár hvert.

Fulltrúar frá AKÍS mættu að á staðinn og veittu Bílaklúbbnum viðurkenningu í tilefni þessa merka áfanga í sögu félagsins, einnig mætti Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og hélt hún ræðu í tilefni dagsins.

Þórður Tómasson fór svo vígsluferð brautarinnar á rúmlega 4.500 hestafla tryllitæki sínu við mikinn fögnið viðstaddra.

 

Fulltrúi BA með fulltrúa bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, fulltrúum AKÍS ásamt Þórði Tómassyni og liðsmönnum hans

 

Þórður Tómasson fer víglsluferð nýju brautarinnar