Önnur umferð íslandsmótsins í kvartmílu hófst í fínu veðri sunnudaginn 15 júlí. Keyrðar voru tímatökur en þegar tímatökur kláruðust ákvað veðrið að minna á sig og byrjaði að rigna og rigndi stanslaust þannig að ekki tókst að klára keppnina þann daginn.
Þá tók keppnisstjórn sig til og rýndi í veðurkortin og sá að þriðjudagurinn 17. júlí yrði með besta móti og var tekin sú ákvörðun að klára mótið þá og halda æfingu fyrir aðra samhliða, til að gera skemmtilegt kvöld úr þessu.
Þegar að þriðjudegi kom var ljúft og gott veður og byrjaði æfing um 18:30 og flykktist fólk að bæði til að keyra og einnig til að sýna sig og sjá aðra. Kl. 20:00 hófst keppni að nýju og var gott grip í brautinni og voru settir góðir tímar um kvöldið. Keppendur í tímaflokkum fengu að kenna á því þar sem það var nokkuð um það að keppendur færu undir kennitíma og þar af leiðandi töpuðu ferðinni.
Úrslit í flokkum kvöldsins eru hér:
SS flokkur
1. Heiðar Arnberg Jónsson
2. Símon Wiium
ST flokkur
1. Ólafur Uni Karlsson
2. Hafsteinn Valgarðsson
TS flokkur
1. Kristján Finnbjörnsson
HS flokkur
1. Friðrik Daníelsson
G- flokkur
1. Halldóra G. Sigurðardóttir
2. Sigmar H. Lárusson
G+ flokkur
1. Ragnar Á. Einarsson
2. Ingi Björn Sigurðsson
B flokkur
1. Ragnar Á. Einarsson
2. Grímur Helgusson
Kvartmíluklúbburinn þakkar starfsfólki, keppendum og áhorfendum kærlega fyrir daginn og kvöldið og við vonumst til að sjá sem flesta þegar þriðja umferð íslandsmótsins fer fram þann 28 júlí.