Íslandsmót í nákvæmnissparakstri rafbíla

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Íslandsmót í nákvæmnissparakstri rafbíla, en það er sambland af nákvæmisakstri og sparakstri. Leyfðar bifreiðar eru knúnar vetni eða rafmagni einvörðungu. Nákvæmnisakstur er akstur þar sem ekið er eftir leiðarbók ákveðin leið og ákveðna hluta leiðarinnar þarf að aka á ákveðnum hraða. Síðan er tími tekinn á ákveðnum stöðum á […]

Lesa meira...

Starfsmaður

Stjórn AKÍS hefur ráðið Björgvin Jónsson til starfa á skrifstofunni. Björgvin er viðskiptafræðingur frá Háskóla Ísland og masters próf í fjármálum fyrirtækja (e. Corporate Finance) frá Bocconi School of Management í Mílanó á Ítalíu. Hefur hann komið víða við á ferlinum, en sem stendur er hann í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Hjólreiðasambands Íslands og nú einnig […]

Lesa meira...

Námskeið fyrir keppnisstjóra og dómnefndir

Námskeiðum þessum lýkur með raunfundi þar sem verður krossapróf. Þeir sem eru á dómnefndarnámskeiðinu þurfa að auki að skrifa upp úrskur/dóm. Eftir þetta verður farið fyrir svörin og þau rædd ásamt almennum umræðum. Raunfundir þessir verða sem hér segir: 8. júní 2023 í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg í Laugardal. 11. júní 2023 í húskynnum BA […]

Lesa meira...

Námskeið fyrir keppnisstjóra

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir keppnisstjóra í keppnum hjá AKÍS. Eins og með dómnefndarnámskeiðin, þá er það með nýju sniði. Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast og taka þátt í störfum keppnisstjóra. Þeir sem skrá sig fá tengil í myndbönd þar sem farið er yfir námsefnið og […]

Lesa meira...

Búraskoðun á Reykjavíkursvæðinu

Búraskoðun mun fara fram hjá Bíljöfri, Smiðjuvegi 34 gul gata, 200 Kópavogi, þriðjudaginn 16. maí 2023 kl. 19:00. Þeir sem vilja geta komið með bifreiðar sínar þangað og látið líta yfir búrin og hvort þau standist skoðun.  

Lesa meira...

Námskeið fyrir dómnefndarfólk

Opnað hefur verið fyrir skráningu á dómnefndarnámskeið AKÍS, en það er með nýju sniði núna. Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast og taka þátt í störfum dómnefnda. Þeir sem skrá sig fá tengil í myndbönd þar sem farið er yfir námsefnið og rætt um það. Þannig getur hver sem er […]

Lesa meira...

Úrslit úr Sindratorfærunni Hellu

Sindratorfæran fór fram á Laugardaginn og voru 23 keppendur skráðir til leiks. Framan af leiddi Íslandsmeistarinn, Haukur Viðar Einarsson á Heklu, en eftir að bilanir fóru að segja til sín þá kost Skúli Kristjánsson á Simba fljótt upp í fyrsta sætið og hélt því út keppnina og endaði sem sigurvegari. Geir Evert Grímsson á Sleggjunni […]

Lesa meira...

Gran Turismo 7 og Ísland

Þann 20. apríl 2023 urðu þau tímamót að Polyphony Digital sem gefur út leikinn Gran Turismo, viðurkenndi Ísland sem þjóð eftir að gengið hafði verið frá höfundarréttarmálum. Þó er sá hængur á að hafi keppnisröð og reglur verið gefnar út fyrir þá dagsetningu mun Ísland ekki að finna á lista yfir gjaldgengar þjóðir, heldur aðeins […]

Lesa meira...

Sindratorfæran Hellu

Næstkomandi laugardag fer Sindratorfæran fram á Hellu. Torfæran hefur verið einn stærsti mótorsport viðburður á landinu síðustu ár og hafa 6000 manns lagt leið sína á staðinn og 20 þúsund fylgst með í beinni útsendingu. Að venju eru það Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttanefnd umf. Heklu sem standa að þessu og hafa gert nær óslitið […]

Lesa meira...