Þriðja umferð í Hermikappakstri fór fram á dögunum.

Þriðja umferð í Íslandsmeistaramótinu í Hermikappakstri var haldin 2. janúar. Eftir þrjár umferðir leiðir Karl Thoroddsen mótið með 136 stig. Hægt er að nálgast stiginn úr keppninni á http://skraning.akis.is/keppni/318 Næsta umferð verður haldin 16. janúar 2022.

Lesa meira...

Keppnisstjóra námskeið FIA

FIA heldur sitt árlega keppnisstjóra námskeið daganna 3. - 4. Febrúar næstkomandi. Stjórn AKÍS ákvað á stjórnarfundi sínum  að auglýsa eftir umsóknum á þetta námskeið. Námskeiðið er haldið í fjarfundi. Þeir sem hafa áhuga á að sita þetta námskeið eru beðnir um að hafa sambandi við AKÍS í gegnum tölvupóst akis@akis.is

Lesa meira...

Dómnefndarmanna námskeið FIA

FIA heldur sitt árlega dómnefndarmanna námskeið daganna 5. - 6. Febrúar næstkomandi. Stjórn AKÍS ákvað á stjórnarfundi sínum  að auglýsa eftir umsóknum á þetta námskeið. Námskeiðið er haldið í fjarfundi. Þeir sem hafa áhuga á að sita þetta námskeið eru beðnir um að hafa sambandi við AKÍS í gegnum tölvupóst akis@akis.is

Lesa meira...

Gleðilega hátíð

Við hjá Akstursíþróttasambandi Íslands sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Sjáumst hress á nýju ári!

Lesa meira...

Önnur umferð í Íslandsmeistaramótinu í Hermikappakstri var haldin í gær. 

Önnur umferð í Íslandsmeistaramótinu í Hermikappakstri var haldin í gær. Hægt er að nálgast stiginn úr keppninni á http://skraning.akis.is/keppni/318 Næsta umferð verður haldin 2. janúar 2022.

Lesa meira...

Mohammed Ben Sulayem kjörinn forseti FIA

Mohammed Ben Sulayem kjörinn forseti FIA Mohammed Ben Sulayem hefur verið kjörinn forseti FIA á ársþing Fédération Internationale de l’Automobile i (FIA) í París í dag.   Hann fékk 61,62% kjörna atkvæða en mótherji hans Graham Stoker hlaut 36,62%. Mohammed Ben Sulayem er að taka við af Jean Todt sem hefur verið forseti FIA síðan […]

Lesa meira...

Uppfærðar keppnisreglur - Hermikappakstur

Keppnisráð í Hringakstri hefur uppfært keppnisgreinarreglur í Hermiakstri með orðalagsbreytingum og skýrari greinaröð. Reglur hafa verið uppfærar á vef sambandsins.

Lesa meira...

Hermikappakstur 2022

Keppnisráðið í Hringakstri hefur unnið að reglubreytingum í Hermikappasktri árið 2022. Þær hafa verið birtar á vef AKÍS. Keppnistímabil í Hermikappakstri hefst í byrjun desember 2021. Hægt er að nálgast reglur hér

Lesa meira...

Akstursíþróttamaður ársins 2021

Kjör um Akstursíþróttamann ársins var birt í dag í lok formannafundar. Niðurstaða kosningar er að Arnar Elí Gunnarsson hlýtur titillinn Aksturíþróttamaður ársins 2021 Arnar Elí Gunnarsson byrjaði að keppa í Rallycrossi í lok sumars 2019. Hann hefur sýnt gríðarlegar framfarir með hverri keppni og er hann bæði Íslands- og bikarmeistari 2021. Hann var á verðlaunapalli […]

Lesa meira...