Saga akstursíþrótta á Íslandi nær aftur til þess tíma er fyrsta torfæran var haldin 1965. Bílaklúbbur Akureyrar var síðan stofnaður 1974 og ári síðar var Kvartmíluklúbburinn stofnaður. Árið 1975 var fyrsta rally keppnin haldin af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Árið 1977 var Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stofnaður. Þann 1. september 1978 var Landssamband íslenskra akstursfélaga, LÍA, […]
Minnt er á að umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga er opið til umsóknar um styrki vegna keppniferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót ársins 2022. Umsóknarfrestur er til miðnættis 9. janúar 2023. Íþrótta- og ungmennafélög geta stofnað strax umsókn og skráð inn í hana ferðir jafn óðum og þær hafa verið farnar, til að létta sér skráningarvinnu umsókna […]
Fram að næsta ársþingi verður gerð sú tilraun að hafa skrifstofu AKÍS opna alla virka daga milli 9-16. Framkvæmdastjóri er við á þessum tíma nema annað sé tekið fram. Einnig verður skrifstofan opin frá 12-18 þá daga sem eru stjórnarfundir. Keppendur svo og félagsmenn allir eru velkomnir í spjall á skrifstofu AKÍS Engjavegi 6 á […]
Nýtt veftól sem hægt er að nota við setningu og uppfærslu á reglum hefur verið bætt við á vefsíðu AKÍS. Þar er hægt að bera saman gildandi og eldri reglur með skýrum og auðveldum hætti. Eins er hægt að stilla framsetningu sé verið að skoða reglurnar í síma, spjald- eða borðtölvu. Hægt er að vafra […]
Um leið og ég óska keppendum gleðilegs nýs árs vil ég benda á að hægt er að biðja um skoðun á öryggisbúrum á heimasíðu AKÍS. Slóðin er : https://www.akis.is/skodun/ en líka er myndahlekkur sem auðvelt er að finna á heimasíðu sambandsins. Bergur Þorri Benjamínsson framkvæmastjóri AKÍS.
Allar keppnisgreinareglur 2023 hafa verið birtar á heimasíðu Akstursíþróttasambands Íslands. Hægt er að sjá allar keppnisreglur á https://www.akis.is/reglubokin/
Akís færir öllum keppendum, sjálfboðaliðum áhorfendum svo og landsmönnum öllum gleðilegar jólakveðjur og von um farsæld á komandi ári.
Þessa helgina er alþjóðlegi sjálfboðaliðadagur FIA haldin út um allan heim. Við hjá Akstursíþróttasambandinu viljum koma þökkum til allra þeirra sem hafa unnið í kringum akstursíþróttir. Á lokahófi sambandsins þann 5. nóvember veitum við viðurkenningar til sjö sjálfboðaliða sem voru tilnefndir af aðildarfélögum sambandsins. Í ár hlaut Hrefna Björnsdóttir í Bílaklúbbi Akureyrar nafnbótina sjálfboðaliði ársins […]