Úrslit úr Suðurnesjaralli Aífs 2020

Í dag fór fram fyrsta keppni í Íslandsmótinu í rallakstri hjá hjá AÍFS, 18 áhafnir hófu leik í morgun og luki 11 áhafnir keppni heilar eftir átök dagsins. AÍFS veitti 100.000kr verðlaun fyrir lengsta stökkið á Nikkel B í boði: Icasa EHF Grjótgarða Big Red Racing Salsaracing Þessi verðlaun hlaut Baldur Arnar og Heimir Snær […]

Lesa meira...

Skoðun öryggisbúra fyrir keppnistímabilið

Skoðunardagar hafa verið ákveðnir hjá KK, AÍFS og BA 30. maí. Torfærubílar skoðaðir á Egilsstöðum á föstudegi fyrir keppni. Stefnt er að því að öll öryggisbúr verði skoðuð og skráð fyrir fyrstu keppni. Hægt er að skrá skoðun öryggisbúr hér á vef AKÍS.

Lesa meira...

Ársþing AKÍS 2020

Ársþing AKÍS var haldið 16. maí 2020. Framboð til formanns bárust frá Tryggva M. Þórðarsyni og Helgu Katrínu Stefánsdóttur. Helga Katrín Stefánsdóttir var kjörin til formanns með 20 atkvæðum gegn 5. Í stjórn voru kjörin til næstu tveggja ára þeir Árni Gunnlaugsson, Fylkir Jónsson og Stefán Örn Steinþórsson. Í stjórn sitja áfram Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, […]

Lesa meira...

Æfingar akstursíþrótta í maí

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum er einn ökumaður og allt að þrír aðstoðarmenn taldir sem einn einstaklingur þegar kemur að akstursíþróttum. Á fundi ÍSÍ með Almannavörnum þann 4. maí 2020 kom staðfesting á að við megum taka flatarmál keppnisbrautanna skipta því niður í 2000 fermetra svæði þar sem mega vera sjö einstaklingar á hverju svæði - […]

Lesa meira...

NEZ mót í hermikappakstri: Race of Vikings

Eftir landsleikinn við Dani í hermikappakstri hefur allt farið á fullt í þessum málum. Í dag kl. 18:00 fer fram NEZ keppni í hermikappakstri á Circuit of the Americas þar sem skráð lið koma frá fimm norðurlöndum. Keppt verður á BMW M8 GTE. Mikill kraftur og ekkert ABS til að trufla! Öflugustu keppendur landanna leiða […]

Lesa meira...

Æfingar og keppnishald AKÍS á næstunni

Keppnistímabil akstursíþrótta var ætlað að hæfist laugardaginn 2. maí 2020.  Vegna takmarkana á samkomum og keppnisbanni yfirvalda þá hefur AKÍS ákveðið að fresta öllu keppnishaldi til fyrstu helgar í júni eða 5. júni 2020. Frá og með 4. maí 2020 er skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með þeim takmörkunum þó að […]

Lesa meira...

Skoðun öryggisbúra - breytt skipulag

Skoðun öryggisbúra hefur farið ágætlega af stað. Þar sem nú er í gildi samkomubann og nálægðarmörk eru enn tveir metrar er hinsvegar ljóst að laga þarf skipulag að breyttum aðstæðum.  AKÍS hefur því ákveðið að heimsækja keppendur í skúra þeirra og skoða búrin á staðnum.  Verkefnið verður skipulagt út frá landsvæðum, þannig að fyrst verður […]

Lesa meira...

Keppnishald AKÍS í sumar

Að kröfu Almannavarna, sóttvarnalæknis og landlæknis hefur allt íþróttastarf á landinu verið stöðvað þar til samkomubanni verður aflétt, eins og komið hefur fram í fréttatilkynningu frá þeim þessum aðilum og einnig ítrekað frá ÍSÍ og UMFÍ. Sem stendur hefur samkomubannið verið framlegt þar til eftir helgina þegar torfæran á Hellu var sett á dagatalið. Þannig […]

Lesa meira...

Skoðun öryggisbúra: Föstum skoðunardögum breytt

Skoðun öryggisbúra verður haldið áfram en föstum skoðunardögum verður breytt þannig að gefinn verður ákveðinn tími til að koma með keppnistækið til skoðunar til að fækka þeim sem eru á staðnum eins og hægt er.

Lesa meira...