Að kröfu Almannavarna, sóttvarnalæknis og landlæknis hefur allt íþróttastarf á landinu verið stöðvað þar til samkomubanni verður aflétt, eins og komið hefur fram í fréttatilkynningu frá þeim þessum aðilum og einnig ítrekað frá ÍSÍ og UMFÍ. Sem stendur hefur samkomubannið verið framlegt þar til eftir helgina þegar torfæran á Hellu var sett á dagatalið. Þannig […]
Skoðun öryggisbúra verður haldið áfram en föstum skoðunardögum verður breytt þannig að gefinn verður ákveðinn tími til að koma með keppnistækið til skoðunar til að fækka þeim sem eru á staðnum eins og hægt er.
Vegna Covid-19 veirunnar verður námskeiðum sem AKÍS hyggst halda fyrir keppnisstjóra og dómnefndarmenn frestað. Vonast er til að námskeiðið verði haldið í Reykjavík 18. apríl og Akureyri 19. apríl 2020. Þeir sem ljúka námskeiðinu fara á lista yfir hæfa keppnisstjóra og dómnefndarmenn. Þeir sem þegar hafa skráð sig á fyrri dagsetningu þurfa ekki að skrá sig […]
AKÍS hyggst halda námskeið fyrir keppnisstjóra og dómnefndarmenn. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og Akureyri helgina 21.-22. mars 2020. Þeir sem ljúka námskeiðinu fara á lista yfir hæfa keppnisstjóra og dómnefndarmenn. Loading…
Í lok febrúar var fyrsti skipulagði úttektardagur öryggisbúra. Bíljöfur opnaði verkstæði sitt fyrir úttektarmönnum og keppendum. Næstu skoðunardagar hafa verið ákveðnir og hægt að skrá sig hér: 7. mars 2020 á Selfossi - Ljónsstaðir 28. mars 2020 á Akureyri 4. apríl 2020 í Reykjanesbæ 18. apríl 2020 í Reykjavík 9. maí 2020 í Reykjavík Skoða […]
Eftir algerlega ótrúlega spennandi keppni, þar sem barist var um fyrsta sæti hverja einustu sekúndu keppninnar, eru úrslitin ljós. Í forriðli kepptu 6 ökumenn um 4 laus sæti í toppriðli: Marínó Haraldsson Hákon Jökulsson Adrian Marciniak Karl Thoroddsen Geir Logi Þórisson Eyjólfur K.Jónsson Forriðillinn var hörku kappakstur og kom nýr keppandi, Adrian Marciniak sterkur inn […]
Eins og flestir vita er hafin vinna við úttekt öryggisbúra í keppnistækjum. Sett hefur verið upp tímaáætlun og vonast er til að flest keppnistæki verði komin með fulla skráningu fyrir fyrstu keppnir í sumar. Þann 31. janúar 2020 fóru tilvonandi úttektarmenn AKÍS yfir verkferil við skráningu og voru tekin keppnistæki úr mismunandi greinum. Enn eru […]
RIG leikunum (Reykjavík International Games) lauk með standandi hátíðarpartýi í nýja anddyri Laugardalshallarinnar. Þar veitti ÍBR viðurkenningar til keppenda sem voru kosin best í hverjum mótshluta fyrir sig. Karl Thoroddsen var okkar maður og valinn besti keppandinn í landsleiknum við Dani í hermikappakstri. Hann ásamt öðrum keppendum í landsliði Íslands var mættur í boði AKÍS […]
Í fyrsta skipti íþróttasögunnar á Ísland var haldin landskeppni í rafíþróttum, þegar Ísland og Danmörk kepptu í hermikappakstri, en þessi keppni er hluti af Reykjavik International Games. Keppnin var í beinni útsendingu á stóra skjánum í Laugardalshöll og einnig á Youtube. Keppninni var lýst á ensku og mjög spennandi að fylgjast með, en sjón er […]