Gokart - Úrslit 11. ágúst 2018

Laugardaginn 11. ágúst fór fram 4. umferð Íslandsmeistaramótsins í gokart á íþróttasvæði AÍH við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði. Það var úði í lofti í upphafi dags og virtist þetta ætla að verða blaut keppni en svo varð þó ekki. Það létti til og þornaði fljótt á þegar kom að tímatökum og var því öll keppnin ekin […]

Lesa meira...

Þolaksturskeppni KK sunnudaginn 26. ágúst!

Þolaksturskeppni KK fer fram sunnudaginn 26. ágúst 2018 kl. 13:00 á Kvartmílubrautinni. Tuttugu bílar keppa við klukkuna og hvern annan á sérbyggðri keppnisbraut í Kapelluhrauni og stendur keppnin í 3 klukkustundir samfellt. Sá vinnur keppnina sem ekur flesta hringi á þeim tíma. Keppendur taka þrjú 10 mínútna aksturshlé. Að auki er þeim frjálst að aka […]

Lesa meira...

Helga Katrín Stefánsdóttir: finnst gaman fíflast

Hvenær ætlarðu að hætta þessari vitleysu? Helga Katrín Stefánsdóttir man vart eftir sér öðru vísi en í kring um akstursíþróttir. Foreldrar hennar og amma kepptu í rallýkrossi. Þegar Helga Katrín hætti að mæta með þeim á allar rallýkrosskeppnir tók torfæran við með kærastanum og fjölskyldu hans. Enn í dag bólar þó stundum á því viðhorfi, hjá þeim sem […]

Lesa meira...

Úrslit: Torfæran á Akranesi - tvær umferðir

Spennandi brautir, mikil barátta og frábær tilþrif einkenndu torfærukeppnirnar sem haldnar voru á Akranesi um helgina. Á laugardeginum gerðist það ótrúlega að Ingólfur Guðvarðarson og Atli Jamil Ásgeirsson enduðu efstir og með nákvæmlega jafnmörg stig í sérútbúnaflokknum, 1650. Þetta er að auki í fyrsta skipti sem Ingólfur fær gullið í torfærukeppni! Fast á hæla þeim […]

Lesa meira...

Tímaat - Íslandsmót 2018 3. umferð

Úrslit keppninnar sem fór fram 22. júlí 2018 Götubílar 1. sæti Ingólfur Kr Guðmundsson VW Golf 1:33.898 sek 2. sæti Viktor Böðvarsson VW Golf 1.35.727 sek 3. sæti Aron Óskarsson VW Jetta 1:46.054 sek Götubílar RSPORT Simon Wiium Ford Focus 1:27.553 sek Breyttir Götubílar 1. sæti Simon Wiium Ford Focus 1:24.430 sek 2. sæti Hilmar […]

Lesa meira...

Önnur umferð íslandsmótsins í kvartmílu 2018

Önnur umferð íslandsmótsins í kvartmílu hófst í fínu veðri sunnudaginn 15 júlí. Keyrðar voru tímatökur en þegar tímatökur kláruðust ákvað veðrið að minna á sig og byrjaði að rigna og rigndi stanslaust þannig að ekki tókst að klára keppnina þann daginn. Þá tók keppnisstjórn sig til og rýndi í veðurkortin og sá að þriðjudagurinn 17. […]

Lesa meira...

Ljómarall í Skagafirði 28. júlí 2018!

  Búið er að opna fyrir skráningu keppenda í rallið. Upplýsingatafla keppninnar er á FB síðu Bílaklúbbs Skagafjarðar.

Lesa meira...

Birgitta Hrund Kristinsdóttir: Aldrei tæpt!

Við keyrum á kjörorðinu: Aldrei tæpt! Birgitta Hrund Kristinsdóttir er liðstjóri Volvo Rally Team og heldur þar um þræðina þegar kemur að skipulaginu.  Þess á milli starfar hún hjá Neyðarlínunni, svarar þegar hringt er í 112. Hún segir að hjá Volvo Rally Team sé gleðin í fyrirrúmi og liðið nái mjög vel saman. Hver er […]

Lesa meira...

Gokart - Úrslit 7. júlí 2018

Gunnlaugur Jónasson sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrstu gókart keppni ársins sem fór fram laugardaginn 7. júlí á aksturssvæði Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. Keppnin fór fram í rigningu og voru keppendur á regndekkjum en Gunnlaugur virtist ná meira út úr bílnum á þeim en aðrir keppendur. Hann náði besta tímanum í tímatökunni og sigraði allar umferðirnar þrjár […]

Lesa meira...