Tryggingar í akstursíþróttum

Tryggingar í akstursíþróttum hafa hægt og sígandi verið að færast til betri vegar með aukinni vernd áhorfenda, starfsmanna og keppenda. Í byrjun keppnistímabilsins árið 2017 átti AKÍS í viðræðum við hérlend tryggingarfélög vegna trygginga óskráðra keppnistækja. Niðurstaða þessara viðræðna var að Sjóvá eitt tryggingarfélaga ákvað að bjóða hlutlæga tryggingu án sakar fyrir þessi keppnistæki. Önnur […]

Lesa meira...

Akstursíþróttakonan - Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen

Nafn: Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen Aldur og fjölskylduhagir: Ég er 19 ára, fædd árið 1998. Ég er í sambúð með Ragnari Bjarna Gröndal og á ég eina stjúpdóttir Emelía Ósk Ragnarsdóttir   Skóstærð? Ég nota skóstærð 39 Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? Það sem stendur hæðst uppúr er Svínahamborgarahryggur með karamelluðum kartöflum (Jólasteikin) Hver er mesti […]

Lesa meira...

Götuspyrna - Tillögur BA að úrbótum

Stjórn Bílaklúbbs Akureyrar (BA) hefur sett fram aðgerðalista með fyrirhuguðum úrbótum á spyrnubraut BA sem framkvæmdar verða á næstu misserum. Hér má sjá tillögur BA að úrbótum. Stjórn AKÍS lýsir mikilli ánægju með þessar tillögur og mun vinna að því með stjórn BA að þær verði að veruleika og sér ekki annað en að gangi […]

Lesa meira...

Verðlaunaafhending meistaratitla akstursíþrótta 2017

Verðlaunaafhending meistaratitla akstursíþrótta fór fram í fundarsal ÍSÍ 11. nóvember 2017. Krýndir voru íslandsmeistarar í öllum greinum akstursíþrótta. Eftir tilnefningar frá keppnisráðum einstakra greina og netkosningu kaus Formannafundur AKÍS eina konu og einn karl sem Akstursíþróttamenn ársins.   Akstursíþróttakona ársins 2017 – Emilía Rut Hólmarsdóttir Olsen - AÍFS   Akstursíþróttamaður ársins 2017 – Ragnar Skúlason - […]

Lesa meira...

Verðlaunaafhending meistaratitla 2017!

Verðlaunaafhending meistaratitla verður haldin í fundarsal ÍSÍ Engjavegi 6 laugardaginn 11. nóvember 2017 kl. 16:00. Veitt verða rúmlega 20 verðlaun til íslandsmeistara 2017 og tilkynnt um val á akstursíþróttamanni ársins einni konu og einum karli og þeim afhentir farandbikarar. Eins og á síðasta ári verður lokahóf AKÍS með fjölskylduvænum hætti. Boðið verður upp á gos […]

Lesa meira...

Konurnar bak við myndavélarnar, Guðný Guðmarsdóttir

Ein þeirra kvenna sem undanfarin ár hefur mundað myndavélar í kringum akstursíþróttir er Guðný Guðmarsdóttir í Borgarnesi. Hún fór fyrst að vinna kringum rallýkeppnir árið 2009 norður í Skagafirði og á árunum sem liðin eru síðan, hefur hún mikið komið að keppnishaldi í rallý sem tímavörður, undanfari og keppnisstjóri. Einnig hefur hún nokkrum sinnum tekið […]

Lesa meira...

Yfirlýsing vegna aksturs utanvega í Rally Reykjavík 2017 austan Heklu

Akstursíþróttasamband Ísland (AKÍS) og aðildarfélög þess hafa með sér umhverfisstefnu þar sem markmiðið er að gera umhverfisáhrif akstursíþrótta minni og skapa þar sem það er hægt jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag við keppnishald, æfingar og aðra viðburði. Í Fréttablaðinu í dag 18. október 2017 er grein um slæma umgengni vegna keppninnar Rally Reykjavík sem […]

Lesa meira...

Netkosning: Akstursíþróttamaður ársins 2017!

Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð útnefndi. Netkosningu lýkur 29, október 2017, tveimur vikum fyrir Formannafund AKÍS og tveir komast áfram af hvoru kyni Verðlaunaaafhending meistaratitla verður 11. nóvember 2017 í sal ÍSÍ.

Lesa meira...

Þolaksturskeppni Kvartmíluklúbbsins

Sunnudaginn 27. ágúst næstkomandi kl. 13:30 fer fram Þolaksturskeppni Kvartmíluklúbbsins á hringakstursbrautinni í Kapelluhrauni. Þar keppa allt að tíu ökutæki í hraðakstri í tvær klukkustundir samfellt. Búast má við fjörugri keppni þar sem reynir á ökumenn og bíla, keppnisáætlun og útsjónarsemi keppenda til að ljúka sem flestum hringjum á þeim tíma sem aksturinn stendur yfir. […]

Lesa meira...