Fjórhjól og buggy bílar

Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) hafa gert með sér samkomulag um flokkun keppnistækja. Sérstaklega þar sem fjórhjól, sexhjól eða lík keppnistæki keppa. Svo vitnað sé í reglugerð um akstursíþróttir segir svo í fjórðu grein reglugerðar númer 507/2007 með síðari breytingum: Aksturskeppni er íþróttagrein stunduð á vegum eftirtalinna aðila: Aðildarfélaga innan Mótorhjóla- […]

Lesa meira...

Rally Reykjavík: 17 áhafnir skráðar

Nú eru 17 áhafnir skráðar til keppni í Rally Reykjavík 2016. Þar af er einn útlendingur, Jonathan Harford, sem þó hefur keppt oftar en margir íslendingar. Enn er hægt að skrá sig, en hafa ber í huga að skráningargjald hækkar 15. ágúst 2016 í kr. 104.000. Skráning í keppni.

Lesa meira...

Áfram Ísland: Bylting fyrir afreksíþróttir

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í dag tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða. „Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá […]

Lesa meira...

Skráning í Skagafjarðarallý opnar

Skráning í Skagafjarðarallý sem haldið verður 22-23. júlí næstkomandi, hefst 5. júlí kl. 10:00 Nánari upplýsingar verða birtar á www.bks.is, sem verður framvegis opinber upplýsinga tafla keppninnar.   Keppnisstjóri er Gunnar Traustason – 865-0970 – bks@bks.is

Lesa meira...

Ungmennahátíð á Axamo Ring í Svíþjóð

Karting klúbburinn í Jönköping er að skipuleggja ungmennahátíð fyrir 17 ára keppendur. Keppnin er kölluð "Litla SM" í Svíþjóð og er opin fyrir keppendur frá öðrum þjóðum samkvæmt almennum reglum um landskeppnir. Sjá meira hér: Inbjudan Junior Festival 13-14 aug 2016_ENG

Lesa meira...

Agamál á Bíladögum á Akureyri

Dagana 15. til 18. júní síðastlinn voru Bíladagar á Akureyri. Bíladagar er viðburður þar sem áhugafólk um bifreiðar og akstursíþróttir koma saman og skemmta sér og sínum og hafa verið haldnir á Akureyri í rúm 20 ár. Á síðustu árum hefur borið á því að næturró Akureyringa sé raskað vegna þess að verið er að […]

Lesa meira...

Bíladögum á Akureyri lokið

Bíladagar á Akureyri eru að verða fastur viðburður fyrir áhugafólk um bíla og akstur. Bílaklúbbur Akureyrar eiga mikinn heiður skilið fyrir gott skipulag og góða skemmtun. Fjölmargir gestir lögðu land undir fót og komu og nutu veðursins og keppnisviðburðanna sem BA bauð upp á Bíladögum Skeljungs 2016. Ein umferð í Íslandsmótinu í sandspyrnu var nú […]

Lesa meira...

HólmavíkurRall 2016 fer fram 24. og 25. júní

Dagskrá 14.6.2016 Dagskrá og ætlaður tímamaster gefinn út. Skráning hefst á http://ais.fjarhus.is (veljið HólmavíkurRall 2016 eða smellið hér)  Við erum að prufa nýtt skráningarform.  Endilega prufið þetta og látið vita áakis@ais.is ef vandræði koma upp. 21.6.2016 23:59 Skráningu lýkur.  Skráning verður heimil fram að keppnisskoðun með leyfi keppnisstjóra.  Umframgjald vegna seinni skráningar er kr. 10.000.- […]

Lesa meira...

Slys í torfærukeppni á Akranesi

Í torfærukeppni í Akrafjalli í dag, 11. júni 2016, varð það óhapp að keppnisbifreið rakst harkalega utan í ljósmyndara sem féll fram fyrir sig þannig að andlitið skall í jörðina. Félagar í Flugbjörgunarsveitunum á Hellu og Akranesi sinntu bráðagæslu á svæðinu og brugðust skjótt við. Í samræmi við vinnureglur var ljósmyndarinn fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi […]

Lesa meira...