Laugardaginn 29. júlí 2017 fer fram Ljómarall í Skagafirði. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmeistaramótinu í rallakstri í ár og fer fram í samræmi við reglur Akstursíþróttasambands Íslands, veitt eru viðeigandi leyfi og tryggingar svo sem þar greinir. Keppnin fer fram með hefðbundnu sniði og verða eftirfarandi vegir lokaðir laugardaginn 29. júlí 2017, […]
Síðasta umferð íslandsmótsins í torfæru verður haldin næstkomandi sunnudag. Það er Torfæruklúbbur Suðurlands (TKS) sem stendur að keppninni sem fer fram í gryfjum við Fellsenda í Akrafjalli, við Akranes. Margar hendur koma að undirbúningi slíkrar keppni en athygli vekur að TKS er eina aðildarfélag Akstursambands Íslands með konu í formennsku, Helgu Katrínu Stefánsdóttur. Helga Katrín er torfæruáhugamönnum […]
Bílaklúbbur Skagafjarðar boðar til Ljómaralls í Skagafirði, laugardaginn 29. júlí nk. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmótinu og fer fram samkvæmt reglum Akstursíþróttasambands Íslands. Það er búið að opna skráningu fyrir Ljómarall 2017. í skráningarforminu inná AKÍS birtist keppnisgjaldið sem gjald fyrir einstakling ekki áhöfn, vonandi veldur það ekki misskilningi. Þau gjöld sem greiða […]
Jæja gott fólk. Undanfarnar vikur hefur staðið yfir mikil orrahríð athugasemda og skoðana á Facebook og víðar vegna umsagnar MSÍ og AKÍS vegna akstursbrautar Bílaklúbbs Akureyrar (BA). Við viljum því byrja á að þakka kærlega fyrir "vel valin orð" í okkar garð og annarra sem vinna í stjórnum MSÍ og AKÍS. Ekki dettur okkur í […]
Dagana 30. júní og 1. júlí fer fram King of the Street á Kvartmílubrautinni. Keppt verður í áttungsmílu, kvartmílu, Auto-X, tímaati Flokkar: Það verður keppt í 2 flokkum, bílum og mótorhjólum. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur: Föstudagur - 1.500 kr. Laugardagur - 2.000 kr. Báðir dagar - 2.500 kr. Félagsmenn geta nýtt inneign á félagsskírteini til að […]
Tókýó hefur verið valin til að halda fyrstu álfukeppni FIA í drifti 2017. Driftið á upphaf sitt í Japanska fjallaskarðinu (Touge) á níunda áratugnum og nú er það að fanga hug og hjörtu ungs fólks um allan heim. Árið 2017 tilkynnti FIA alþjóðlegar reglur um drift og 21. júní 2017, á fimmtu FIA Sport ráðstefnunni […]
Eftir viðræður í dag hafa Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) ásamt Bílaklúbbi Akureyrar (BA) náð samkomulagi um keppnishald í spyrnu í sumar. Til grundvallar liggur sá skilningur að takmarka eigi hraða keppnistækja í endamarki. Til þess að ná því fram er keppnislengd takmörkuð við 170m. Hraðasellur í endamarki verða virkar í […]
Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) bera ábyrgð á skoðun og umsögn keppnisbrauta viðkomandi íþróttagreina. Við úttektir brauta er stuðst við reglur alþjóðasambandanna FIA og FIM um keppnisbrautir í spyrnukeppnum. Í úttekt AKÍS og MSÍ á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) gerðu samböndin athugasemdir við dæld í malbikaðri keppnisbraut í spyrnu rétt fyrir […]
FIA hefur nú gefið út bækling um lyfjamisnotkun undir merkinu FIA Race True. Það er sérstaklega ánægjulegt að segja frá því að bæklingurinn er einnig gefinn út á íslensku. Við viljum hvetja alla, sérstaklega keppendur akstursíþrótta til að kynna sér vel efni bæklingsins. Bæklingurinn er aðgengilegur hér.