Reglur i Nýliðaflokki kveða á um að viss auglýsingasvæði á bílnum séu ætluð mótshaldara. Tilgangurinn með þessu var að reyna að "selja" flokkinn, líkt og Norðdekk flokkinn í den. Af þessari sölu hefur ekki orðið og ljóst að tilgangslaust sé að halda þessu í ár. Því verður ekki gerð krafa um að keppendur taki frá […]
Sumarið er komið og tími komin til að draga fram kassabílana. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir hinni árlegu keppni í kassabílaralli í Húsdýra- og fjöldkyldugarðinum sunnudaginn 29. maí 2016. Þetta er fjórða árið sem keppnin er haldin og hafa vinsældir keppninnar alltaf farið vaxandi. Keppnishaldarar vinna nú að því að koma keppninni í sjónvarpið og vonandi […]
Laugardaginn 21. maí fór fram í rjómablíðu, fyrsta umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Mótið sem er á vegum Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) var haldið af Driftdeild Akstursíþróttafélags Hafnafjarðar (DDA) og voru 23 keppendur skráðir til leiks. Aðeins einn forfallaðist og mættu því 22 keppendur til leiks, tilbúnir í að leggja allt í sölurnar til að vinna. Keppnin […]
AUTO+ Women in Motor Sport fréttabréfið er gefið út af FIA. Fréttabréfið er stútfullt af áhugaverðum sögum af konum í akstursíþróttum. Blaðið er aðgengilegt hér.
Keppnin er haldin á vegum Driftdeildar Akstursíþróttafélags Hafnafjarðar og liður í Íslandsmeistaramótsröð sem haldin er á vegum AKÍS. Forkeppni hefst klukkan 11:00 og stendur til 12:30, þá er áætlaður hálftími í mat og hefst svo útsláttarkeppnin sjálf klukkan 13:00. 23 keppendur eru skráðir í keppnina og verður það að teljast met í fyrstu keppni sumarsins, […]
Um helgina fór Sindratorfæran á Hellu fram. Um 2500 manns mættu til þess að bera 26 keppendur augum. Mikið var um tilþrif og skemmtu keppendur sem og áhorfendur sér konunglega. Dagur 1 Dagur 2 Eknar voru 12 brautir þar á meðal áin og mýrin. Keppendur komu frá ísland og noregi og stóðu þeir norsku hressilega […]
Laugardaginn 30 apríl fóru fram 2 mót á kvartmílubrautinni í ágætis veðri. Það voru keyrð saman fyrsta umferð íslandsmótsins í götuspyrnu mótorhjóla og bikarmót í áttungsmílu. Keppendur voru ánægðir með að byrja keppnistímabilið og fengum við flottan dag til að keyra. Margar ferðir réðust á millisekúntun og var hörku fjör í keppninni. Birgir Kristinsson setti nýtt íslandsmót í […]
Fyrsta umferð íslandsmeistaramótsins í rallycross var haldin laugardaginn 30. apríl 2016 í blíðskapar veðri. 21 keppandi mætti til leiks að berjast um hver mundi leiða íslandsmótið. Keppt var í fjórum flokkum og baráttan var hörð og mikill tilþrifa akstur. Unglingaflokkurinn var í fullu fjöri, þau sýndu að þau verða harðir keppendur þegar þau komast í […]
Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) kynnti fyrir formanni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þann 8. mars 2016 starfsemi sambandsins, aðstöðu akstursíþróttafélaga sem hafa byggt eða eru að byggja sínar keppnisbrautir og framtíðaráform í þeim efnum. Þá var og minnst á rally, en þar gegna þjóðvegir og sýsluvegir hlutverki sem ígildi íþróttamannvirkja. Bent var á að sífellt fleiri vegir […]