Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna samþykkti nýlega ályktun til stuðnings samræmdum alþjóðlegum aðgerðum fyrir bætt umferðaröryggi. Þessari ályktun er ætlað að ryðja brautina fyrir stofnun sérstaks umferðaröryggissjóðs Sameinuðu Þjóðanna. Verkefnið hefur fullan stuðning æðstu stjórnar umferðaröryggisnefndar FIA og forseta FIA, Jean Todt, sem er einnig sérstakur ráðgjafi framkvæmdastjóra SÞ vegna umferðaröryggismála. Sjá frétt FIA um málið hér. Sérstök vefsíða […]
Nýjasta útgáfa af Auto + Medical, sem er alþjóðlegt fréttablað um slysameðhöndlun í akstursíþróttum. Aðalumfjöllunarefnið er skoðun á því hvernig FIA er að bæta slysameðhöndlun sína fyrir keppendur í World Rally Championship og víðar. Eftir vel heppnaða Bahrain Grand Prix, útskýrir Amjad Obeid læknir hlutverk hans á staðnum. Þar er fjallað nánar um öryggiskröfur og […]
Team Spark er kappaksturslið Háskóla Íslands sem í vetur hefur hannað og smíðað rafknúinn kappakstursbíl fyrir stærstu alþjóðlegu verkfræðinemakeppni í heimi, Formula Student. Mun Team Spark keppa á hinni frægu Silverstone-braut í Bretlandi í sumar og svo í fyrsta sinn einnig á Ítalíu. Þetta er í fimmta sinn sem Team Spark heldur út með bíl […]
Allur undirfatnaður, hettur, hanskar og skór fyrir keppendur sem er framleiddur frá og með 1. janúar 2016 verður að vera með nýja FIA merkið. Sjá nánar í eftirfarandi skjali: 16.03.30_ASN Information note underwear labelling_V00
Akstursíþróttasamband Íslands hélt ársþing sitt laugardaginn 12. mars 2016. Á þingið mættu kjörmenn frá 9 íþróttafélögum sem stunda akstursíþróttir. Tryggvi M Þórðarson var kjörinn formaður sambandsins. Helga Katrín Stefánsdóttir, Ragnar Róbertsson og Þórður Bragason sitja áfram í stjórn. Einar Gunnlaugsson, Jón Bjarni Jónsson og Sigurður Gunnar Sigurðsson buðu sig fram til tveggja ára og voru kjörin. Í varastjórn voru kjörin Jón Rúnar Rafnsson, Ari Jóhannesson […]
Verðlaunaafhending meistaratitla akstursíþrótta fór fram á lokahófi Akstursíþróttasambands Íslands sem var haldið að kvöldi 31. október. Í lokahófinu voru krýndir Íslandsmeistarar í öllum greinum akstursíþrótta. Eftir tilnefningar frá keppnisráðum einstakra greina og netkosningu kaus Formannafundur AKÍS eina konu og einn karl sem Akstursíþróttamenn ársins. Akstursíþróttamaður Ársins 2015 – Konur – Anna María Sighvatsdóttir Akstursíþróttamaður […]
Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð útnefndi. Sjá nánar um tilnefningar: 2015 - Akstursíþróttamaður ársins - Tilnefningar Greiddu atkvæði!
Minnum á fundinn um rallýreglur á miðvikudaginn 21. okt klukkan 19:30 í fundarsal C í húsi ÍSÍ. Hér er komin tillaga að reglum í GrX eindrif. http://akis.datalink.is/RallyGengiX.pdf að sjálfsögðu verða reglur fyrir 4x4 Non Turbo líka ræddar og e.t.v. fleira. kveðja, Keppnisráð í ralli
Kvartmíluklúbburinn heldur lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands þann 31. október 2015 Lokahófið mun fara fram í Framheimilinu, Safamýri 26, Reykjavík. Húsið opnar kl. 19:00 Borðhald hefst kl. 20:00 Matseðill: Forréttur Koníaksbætt humarsúpa með rjómatoppi Aðalréttir skornir á hlaðborði Grillkryddað lambalæri Smjör og hunangsgljáð kalkúnabringa Meðlæti Madeira kremsósa Bearnaisesósa Ostagljáðir hvítlauks kartöflubátar Cumin sætkartöflur Rótar Kalkúnafylling […]