Skráning í Kaffi Króks Sandspyrnu sem verður haldin í Skagafirði 15. águst næstkomandi, hefst í dag 7. ágúst. Allar nánari upplýsingar verða birtar sama dag og tíma á www.bks.is, sem verður framvegis opinber upplýsingatafla keppninnar. Keppnisstjóri er Þórður G. Ingvason S:. 698-434
Laugardaginn 8. ágúst fer fram loka umferð Íslandsmeistaramóts í drift á Aksturssvæði Akstursíþróttafélags Hafnafjarðar , einnig þekkt sem gamla rallýcrossbrautin. Stefnir í æsispennandi keppni þar sem aðeins 24 stigum munar á efsta sæti og því öðru og töluvert fleirri stig í pottinum en það! Keppnin hefst klukkan 13:00 og frítt inn fyrir áhorfendur. Nánari leiðbeiningar […]
Driftdeild AÍH og Team Wild Dogs Drifting kynna: STÆRSTI Driftviðburður ársins 2015! Drift er það mótorsport sem stækkar hvað örast af öllum mótorsportum í heiminum, og er það ekki að ástæðulausu enda mjög áhorfendavænt. Hraði, reykur, hávaði og spól einkenna sportið en nú um þessar mundir er það í stórsókn á Íslandi. Við hjá Driftdeild […]
Haldin var Rallycrosskeppni 19. júli 2015 af Rallycross deild AÍH (RCA) Þessi keppni var þriðja umferð Íslandsmóts í Rallycrossi og var keppt í fimm flokkum, Unglingaflokki, 2000 flokki, 4WD Krónu flokki, opnum flokk og tveir skráðir í standard flokk. Skráðir voru 20 keppendur, í unglinga flokki voru fjórir skráðir, í 2000 flokk voru fimm skráðir, í […]
Hörkuflott keppni á Blönduósi um helgina. Helstu úrslit eru nú komin. Sérútbúnir: 1 Snorri Þór Árnason 1900 2 Haukur Einarsson 1635 3 Guðlaugur Sindri Helgason 1599 4 Gestur J. Ingólfsson 1502 5 Svanur Örn Tómasson 1416 6 Guðni Grímsson 1378 7 Elmar Jón Guðmundsson 1100 8 Sigurjón Þór Þrastarsson 1062 9 Ingólfur Guðvarðarson 970 10 […]
Laugardaginn 11. júlí hefst Blönduóstorfæran á Blönduósi kl 13:00. Þar er um að ræða 4. umferð Íslandsmeistaramótsins í Torfæru. Eknar verða 6 brautir og öllu til tjaldað. Um 18 keppendur eru skráðir til leiks. Aðgangseyrir er 1500 kr - frítt fyrir 12 ára og yngri.
Skráning í Kaffi Króks Rallý sem verður haldið í Skagafirði 24-25. júlí næstkomandi, hefst 8. júlí kl. 20:00 Allar nánari upplýsingar verða birtar sama dag og tíma á www.bks.is, sem verður framvegis opinber upplýsinga tafla keppninnar. Keppnisstjóri er Gunnar Traustason S:. 865-0970 - bilaklubbur@fjolnet.is
Þessi keppni var þriðja umferð í Íslandsmóti í gókart 2015 og var keppt í einum opnum flokki, en haldin var tímataka og 3 umferðir eða „heat“ eins og reglur um gókart íslandsmótið gera ráð fyrir. Skráðir voru 5 keppendur í keppnina, og mættu allir til leiks Steinn Hlíðar Jónsson náði bestum tíma í tímatökunum og […]
Fyrsta keppni sumarsins í Kvartmílu fór fram í fínu veðri, fyrir utan smá mótvind. Dagurinn gekk vel og voru mikil tilþrif hjá mönnum. Það var nokkuð augljóst að flestir komu spenntir undan vetrinum, enda frekar langt liðið á sumarið. Miklar og góðar breytingar hafa orðið á keppnissvæði klúbbsins og var ekki annað að sjá að […]