Almennt öryggisnámskeið verður haldið fyrir stjórnendur akstursíþróttakeppna. Námskeiðið er fyrst og fremst fyrir skoðunarmenn, öryggisfulltrúa og aðra sem bera ábyrgð á framkvæmd keppni. Takmarkaður fjöldi - svo vinsamlega skráið ykkur sem fyrst.
Fallinn er frá, langt fyrir aldur fram, góður og gegn akstursíþróttamaður og Íslandsmeistari í rallycross, Gunnar “Rednek” Viðarsson. Hann var þekktur hagleiksmaður sem kom fram í haganlega smíðuðum bifreiðum, bæði keppnisbifreiðum og öðrum farartækjum. Það virtist leika í höndum hans þó svo að hugmyndir has væru stundum svolítið í jaðrinum, en þannig næst oftlega árangur. […]
Ársþing AKÍS var haldið í höfuðstöðvum ÍSÍ laugardaginn 7. mars 2015. Tryggvi M. Þórðarson var kjörinn formaður sambandsins. Í stjórn halda áfram: Gunnar Bjarnason, Einar Gunnlaugsson og Ari Jóhannsson. Til tveggja ára voru kosin: Helga Katrín Stefánsdóttir, Ragnar Róbertsson og Þórður Bragason. í varastjórn voru kjörnir Brynjar Schiöth, Jón Bjarni Jónsson og Guðbergur Reynisson. Á […]
Ársþing AKÍS verður haldið 7. mars 2015. Vakin er athygli á að málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu skulu berast stjórn AKÍS minnst 3 vikum fyrir þing. Þetta á einnig við um framboð til formanns og stjórnar AKÍS.
Sjá allar reglur í torfæru hér: http://www.ais.is/log-og-reglur/torfaera/
Almennt öryggisnámskeið verður haldið fyrir stjórnendur akstursíþróttakeppna. Námskeiðið er fyrst og fremst fyrir skoðunarmenn, öryggisfulltrúa og aðra sem bera ábyrgð á framkvæmd keppni. Takmarkaður fjöldi Vinsamlega skráið ykkur með því að senda tölvupóst á: akis@ais.is Staðsetning og tími 27.11.2014 kl. 17:30-22:00 í C sal ÍSÍ Kennarar Tryggvi M. Þórðarson Ian Sykes
Keppnisdagal AKÍS er nú komið á vefinn: http://www.ais.is/motahald/keppnisdagatal/keppnisdagatal-2015/
Sunnudaginn 16. nóvember verður minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður í fjórða sinn til þessarar athafnar en efnt er til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Athöfn verður við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í Reykjavík eins og verið […]
Myndband frá FIA Institute - Young Driver Excellence Academy í Hollandi þar sem Baldur Arnar Hlöðversson tók þátt í fyrir Íslands hönd í haust.