Historic Endurance Rally Organisation í Bretlandi, HERO, heldur keppni fornbíla á Íslandi dagana 19. til 24. apríl 2015 undir nafninu Icelandic Saga 2015. Í keppninni taka þátt rúmlega þrjátíu erlendir keppendur, flestir frá Bretlandseyjum. Keppnin er sambland af góðakstri (regularity rally), ökuleikni (driving test) og akstri upp brekku (hill climb) sem þó er takmarkað við […]
2 maí 1965 fór fram fyrsta keppni í torfæruakstri í landi Reykjahlíðar í Mosfellsdal. Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur (B.K.R) stóð fyrir keppninni og stóð Egill Gunnar Ingólfsson uppi sem sigurvegari á Willys CJ5 1964 mótel. Jóel Jóelsson garðyrkjumaður í Reykjahlíð veitti B.K.R leyfi fyrir keppninni á sinni landareign og mátti litlu muna að menn þyrftu sæta fangelsisvistar […]
Teamspark frumsýndi í dag TS15 útgáfu af rafmagnskappakstursbíl sínum. Teymið er hópur 39 verkfræðinema sem hafa unnið hörðum höndum að verkefninu undanfarna mánuði. Tryggvi Magnús Þórðarson formaður Akstursíþróttasambands Íslands færði hópnum sérstakan grip í tilefni sýningarinnar. Gripurinn er stimpill úr vél og er tákn gamla tímans og fylgdu góðar óskir um frábært gengi á Silverstone brautinni […]
Kæru sambandsaðilar. Við viljum vekja athygli á fræðsluviðburðum ÍSÍ í apríl. Vinsamlegast hjálpið okkur að breiða út boðskapinn. apríl Málþing um höfuðáverka í íþróttum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Leikmannasamtökin. Það verður haldið kl:12:00 í stofu V101 í Háskóla Reykjavíkur. Erindi: María Kristín Jónsdóttir, taugasálfræðingur og dósent við HR: „Hvað gerist […]
Almennt öryggisnámskeið verður haldið fyrir stjórnendur akstursíþróttakeppna. Námskeiðið er fyrst og fremst fyrir skoðunarmenn, öryggisfulltrúa og aðra sem bera ábyrgð á framkvæmd keppni. Takmarkaður fjöldi - svo vinsamlega skráið ykkur sem fyrst.
Fallinn er frá, langt fyrir aldur fram, góður og gegn akstursíþróttamaður og Íslandsmeistari í rallycross, Gunnar “Rednek” Viðarsson. Hann var þekktur hagleiksmaður sem kom fram í haganlega smíðuðum bifreiðum, bæði keppnisbifreiðum og öðrum farartækjum. Það virtist leika í höndum hans þó svo að hugmyndir has væru stundum svolítið í jaðrinum, en þannig næst oftlega árangur. […]
Ársþing AKÍS var haldið í höfuðstöðvum ÍSÍ laugardaginn 7. mars 2015. Tryggvi M. Þórðarson var kjörinn formaður sambandsins. Í stjórn halda áfram: Gunnar Bjarnason, Einar Gunnlaugsson og Ari Jóhannsson. Til tveggja ára voru kosin: Helga Katrín Stefánsdóttir, Ragnar Róbertsson og Þórður Bragason. í varastjórn voru kjörnir Brynjar Schiöth, Jón Bjarni Jónsson og Guðbergur Reynisson. Á […]
Ársþing AKÍS verður haldið 7. mars 2015. Vakin er athygli á að málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu skulu berast stjórn AKÍS minnst 3 vikum fyrir þing. Þetta á einnig við um framboð til formanns og stjórnar AKÍS.
Sjá allar reglur í torfæru hér: http://www.ais.is/log-og-reglur/torfaera/