Vorrall BÍKR

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í ralli fer farm um helgina. Eknar verða leiðirnar um Djúpavatn og Hvaleyrarvatn. Það er ekki oft sem 3 Íslandsmeistarar mætast í keppni, en sú er raunin um helgina og ljóst að margir ætla sér sigur. Ríkjandi meistarar, Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson mæta á sama Subaru og í fyrra en […]

Lesa meira...

Íslandsmeistaramót í Drifti byrjar

Fyrsta umferð íslandsmótsins í Drift verður haldin laugardaginn 24. Maí. Drift deild AÍH heldur keppnina og verður hún keyrð á Akstursbraut AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. (gamla rallýkrossbrautin) 12 keppendur hafa skráð sig og þetta stefnir í æsispennandi keppni. Dagskrá: Kl. 13:00 hefst undankeppni Kl. 14:00 hefst svo útsláttarkeppnin sjálf. Frítt er inn á viðburðinn […]

Lesa meira...

Poulsen torfæra í Jósepsdal 25 Maí kl 13:00

Á sunnudaginn kemur verður önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru haldin í Jósepsdal. . Það er Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina, en helmingur ágóðans af keppninni mun renna beint til styrkarfélags krabbameinssjúkra barna en þetta er í þriðja skiptið sem að AÍFS hefur þennan háttinn á. Keppnin hefst kl. 13.00 og verður sem fyrr segir í […]

Lesa meira...

Úrslit úr Sindra torfærunni á Hellu

Flugbjörgunarsveitin á Hellu hélt Sindra torfæruna laugardaginn 17 maí á Hellu. 20 keppendur voru skráðir í 3 flokkum. Rúmlega 2000 áhorfendur mættu á svæðið. Keppnin gekk með eindæmum vel og má segja að allt skipulag og undirbúningur hafi virkað 100 prósent. Keppni hófst á slaginu 13:00 en þá strax höfðu 2 keppendur fallið úr leik. […]

Lesa meira...

Sindra torfæran á Hellu

Loksins er komið að því! Þann 17. maí kl 13:00 heldur Flugbjörgunarsveitin á Hellu torfærukeppni, hefur hún verið fastur fjáröflunarliður í starfi sveitarinnar síðan 1973. Tuttugu keppendur eru skráðir til leiks og menn ýmist að keppa í fyrsta eða tuttugasta skipti á Hellu. Keyrðar verða 6 brautir og þar á meðal áin og mýrin að […]

Lesa meira...

Rallycross keppni AÍH 3. maí 2014

Fyrsta rallycrosskeppni sumarsinns var haldin um helgina. Keppnin var ekin til minningar um Skarphéðinn Andra Kristjánssonar sem lést ásamt unnustu sinni Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur eftir alvarlegt umferðarslys í Norðurárdalnum í Janúar. Skarphéðinn var virkur félagsmaður í Akstursíþróttarfélagi Hafnarfjarðar og byrjaði sem keppandi í Unglingaflokk og seinna meir sem starfsmaður við keppnir í rallycross. Skarphéðinn var […]

Lesa meira...

Nú er allt að fara á fullt í akstursíþróttum!

Fyrsta keppni tímabilsins verður á laugardaginn á svæði Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. Þá verður keppt í fyrstu umferð íslandsmótsins í Rallycross. Það verður spennandi að sjá hverjir taka forystuna í byrjun. Sjá nánar í keppnisdagatali AKÍS 2014: http://www.asisport.is/motahald/keppnisdagatal-2014/ Hér er frétt á mbl.is: http://www.mbl.is/bill/frettir/2014/05/01/akstursithrottatimabilid_ad_hefjast/

Lesa meira...

Torfærukeppni á Hellu - Skráning

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Torfærukeppnina á Hellu sem fram fer 17.05.2014 Skráning fer fram á e-mail. karinnehf@hotmail.com Skáningarfrestur rennur út Mánudaginn 12.5.2014 kl 23:59 Skráningu skal fylgja eftirfarandi : Fullt nafn: Kt: Sími: E-mail: Keppnisflokkur Akstursíþróttafélag: Nafn aðstoðarmanns sem fylgir bílnum: Heiti keppnistækis: Gerð: Árgerð: Vél kassi/skipting: Hásingar: Áætluð torfæru hestöfl: Og fleira […]

Lesa meira...

Kynning: Keppnisráð og keppnisreglur

Að kvöldi mánudags 7. apríl kl. 20:00 fór formaður AKÍS yfir keppnishaldið í sumar. Kynningin var haldin í félagsheimili KK og var í beinni útsendingu á Youtube. Dagskrá: Reglugerð keppnisráða Keppnisreglur AKÍS 2014 Hér er upptaka frá kynningunni:

Lesa meira...