Nú er búið að samþykkja nýtt logo fyrir Akstursíþróttasamband Íslands. Eins og glöggir menn geta séð byggir það á logoi LÍA.
Konur Elsa Kristín Sigurðardóttir - Aðstoðarökumaður í Rally Elsa Kristín er einn besti kódriver landsins og mikil fagmanneskja. Hún getur sest í bíl með hvaða ökumanni sem er. Til að vera góður aðstoðarökumaður í rally þarf mikinn undirbúning og andlegan styrk. Elsa hefur sérlega gott lag á að finna réttan takt með ökumanni. Elsa Kristín var […]
Ólafur Bragi Jónsson var útnefndur Akstursíþróttamaður ársins 2013 hjá Akstursíþróttasambandi Íslands. Guðbergur Reynisson formaður AKÍS tilkynnti valið og afhenti verðlaunabikar af þessu tilefni. Verðlaunaafhendingin fór fram laugardaginn 26. október í Lokahófi akstursíþróttamanna. Lokahófið var haldið í umsjón BÍKR í sal Hauka í Hafnarfirði. Ólafur keppir í Torfærunni í flokki sérútbúinna bíla (Unlimited Class). Hann hóf […]
Akstursíþróttamaður ársins 2013 verður tilkynntur á lokahófi Akstursíþrótta sem fram fer að kvöldi 26. Október. Akstursíþróttasamband Íslands hefur tilnefnt sex ökumenn sem koma til greina sem Akstursíþróttamaður ársins. Grétar Franksson - Spyrna Guðmundur Ingi Arnarson - Go Kart Gunnar Viðarsson - Rallycross Henning Ólafsson - Rally Ólafur Bragi Jónsson - Torfæra Þórir Örn Eyjólfsson - […]
Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands verður haldið á Ásvöllum í Hafnarfirði þann 26. október. Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 20:00. Sýnd verða myndbrot úr ýmsum keppnum í ár og e.t.v bryddað upp á frægðarsögum sem gætu kitlað hláturtaugar viðstaddra. Verðlaunaafhending Íslandsmeistara ársins fer fram að borðhaldi loknu. Um tónlistina sér hinn vinsæli Jón Gestur […]
Umsóknarfrestur til 1. október Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð nr. 803/2008. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna: Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana Útbreiðslu- og fræðsluverkefna Íþróttarannsókna Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga […]
Um helgina fór fram FIA/NEZ mót í torfæru í Skien í Noregi. Ólafur Bragi Jónsson sýndi snilldartakta og vann mótið, eftir harða keppni við Arne Johannesen. Snorri Þór Árnason náði þriðja sæti á Kórdrengnum. Hægt var að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á netinu og er myndin tekin af útsetndingunni. Í þessu […]
Eftir leiðinda veður fyrir hádegið fór að rætast úr veðrinu og stefndi allt í fína keppni. Þegar brautin var tilbúinn til aksturs kom upp bilun í brautinni sem tók smá tíma að laga. Eftir að við komumst í veg fyrir þessa bilun var æfing og tímataka keyrð með hraði og keppni hófst um 14:40 Keppnin […]