Teamspark frumsýndi í dag TS15 útgáfu af rafmagnskappakstursbíl sínum. Teymið er hópur 39 verkfræðinema sem hafa unnið hörðum höndum að verkefninu undanfarna mánuði. Tryggvi Magnús Þórðarson formaður Akstursíþróttasambands Íslands færði hópnum sérstakan grip í tilefni sýningarinnar. Gripurinn er stimpill úr vél og er tákn gamla tímans og fylgdu góðar óskir um frábært gengi á Silverstone brautinni í sumar.
Hönnun bílsins er mikið endurbætt frá síðasta ári og hefur bíllinn í raun verið endurhannaður og smíðaður upp með öllum nýjum íhlutum þar sem markmiðið var að létta bílinn og auka kraftinn.