Rednek Bikarmótið er um helgina

16.9.2016

Rallycrossdeild AÍH:

rednek
Akstursíþróttarfélag Hafnarfjarðar heldur Rednek Bikarmótið 2016 sem fer fram um helgina en þessi skemmtilega keppni og jafnframt sú erfiðasta sem haldin er á hverju ári hefur fengið nafnið Rednek Bikarmótið til heiðurs Gunnari „Rednek“ Viðarsyni sem var virkur og dáður keppandi í Rallycross en Gunnar lést árið 2015 tæplega 35 ára gamall, eftir erfið veikindi.
Gunnar var mikill keppnismaður og bar hag félags síns fram til hins síðasta og er okkur því heiður að skíra hið árlega Bikarmót Redneck Bikarmótið til framtíðar.

3s7c4372

Keppnin hefst kl. 13 laugardaginn 17. september og verða eknir fjórir undanriðlar sem hver og einn gefur stig í úrslit. Sunnudaginn 18. september heldur svo keppni áfram kl. 13 og eru eknir þrír undanriðlar með sama fyrirkomulagi frá deginum áður og að lokum einn úrslitariðill þar sem öll stig frá undanriðlum og úrslitum skera úr um hver hreppir REDNEK bikarinn sem er farandbikar til varðveislu í eitt ár.

3s7c4695

Að þessu sinni eru 20 keppendur skráðir til leiks í fjórum flokkum og má búast við harðri keppni í 2000 og 4x4 krónuflokki þar sem flestir keppndur eru skráðir. Skráning er enn í gangi, þannig að er enn er hægt að bætast við.

Hægt er að fylgjast með rallycrossinu á facebook síðu deildarinar.

Keppnin er haldin á Aksturíþróttarsvæði AÍH við Krísuvíkurveg og kostar 1.000 kr. inn og er frítt fyrir 12. ára og yngri.

Hlökkum til að sjá sem flesta.