Samkomulag um keppnishald í götuspyrnu hjá BA

15.6.2017

Eftir viðræður í dag hafa Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) og Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) ásamt Bílaklúbbi Akureyrar (BA) náð samkomulagi um keppnishald í spyrnu í sumar.

Til grundvallar liggur sá skilningur að takmarka eigi hraða keppnistækja í endamarki. Til þess að ná því fram er keppnislengd takmörkuð við 170m.  Hraðasellur í endamarki verða virkar í öllum keppnum í götuspyrnu.   Samsvarandi breytingar verða gerðar á keppnislengd í götuspyrnu á öðrum brautum í sumar.

Keppni í spyrnu er því heimil að nýju.