Í tilefni af degi sjálfboðaliðans þann 5. desember munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn með okkur.
Klukkan 15:00 verður stutt málþing þar sem Íþróttaeldhugi ársins 2023, Guðrún Kristín Einarsdóttir mun segja sögu sína af sjálfboðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna, þá mun Jónas Hlíðar Vilhelmsson formaður Fálka segja frá þeirra starfi og að lokum mun Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður Þróttar Vogum segja frá því hvað þátttaka í sjálfboðastarfi hefur gefið henni.
Að dagskrá lokinni eða um kl.16 er öllum viðstöddum boðið í vöfflukaffi í boði Vilko og Mjólkursamsölunnar.
Með þessu vilja ÍSÍ og UMFÍ vekja athygli á ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða til íþróttastarfsins, en án þeirra gengi starfið einfaldlega ekki upp. Takk sjálfboðaliðar!