Skeljungs Bíladagar á Akureyri vikuna 10.-17. júní 2017

7.6.2017

Bíladagar eru árleg hátíð bílaáhugafólks og er full af áhugaverðum viðburðum fyrir alla bílaáhugamenn unga sem aldna. Bíladagar hafa verið haldnir á Akureyri í kringum Bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar síðan 1996 en bílasýningin á 17. júní hefur verið haldin frá árinu 1974. Hátíðin fer sífelt stækkandi með stöðugt fleiri viðburðum sem dreifast nú yfir heila viku og hefur aðsókn undanfarin ár aukist stöðugt.

Hefst dagskráin 10. og 11. júní með 3. og 4. Umferð  í Íslandsmeistaramóti í torfæru sem fram fer í torfærugrúsum Bílaklúbbs Akureyrar sem staðsettar eru við Akstursíþróttasvæðið að Hlíðarfjallsvegi 13.

Á mánudeginum 12. júní verður bryddað upp á nýjung á Bíladögum sem er Buggy enduro og þar ætla að etja kappi allir helstu ökumenn landsins í þrautabraut.

Á þriðjudeginum 13. júní verður keyrt AutoX sem að er ökuleikni á bílum þar sem að ökumenn keyra keilubraut á tíma. Um kvöldið verður svo keyrð Drulluspyrna þar sem ekið er í axlardjúpum drullupytt sem er mjög gaman að fylgjast með.

Miðvikudaginn verður svo haldin 2. umferð íslandsmeistaramótsins í Go-Kart í fyrsta skipti á Bíladögum og svo verður keyrð sandspyrna um kvöldið í nýrri sandspyrnubraut bílaklúbbsins þar sem öll kraftmestu tryllitæki landsins verða saman komin.

Á fimmtudagskvöldið verður svo keyrð 2. umferð íslandsmótsins í Drifti,
Drift hefur verið afskaplega vinsæll viðburður á Bíladögum undanfarin ár og er gríðarlega vaxandi mótorsport á Íslandi og margir flottir ökumenn búnir að smíða sér nýja driftbíla.

Föstudaginn 16. júní verður svo Græjukeppni á bílaplaninu hjá Skeljungi og um kvöldið verður svo keyrður einn af stærstu viðburðum Bíladaga sem er götuspyrna.

Bíladögum lýkur svo laugardaginn 17. júní með stórglæsilegri bílasýningu í Boganum og magnaðri Burn-out sýningu um kvöldið á svæði Bílaklúbbsins.  

Hægt er að kaupa armbönd sem gilda á alla viðburði Bíladaga á  kr. 9.500.- hjá Bílaklúbb Akureyrar, á Bensínstöðvum Skeljungs við Vesturlandsveg og á Akureyri. Selt er inná staka viðburði á kr. 2.000.-

Gjald fyrir tjaldsvæði er kr. 6.000,- fyrir alla vikuna og er 18. ára aldurstakmark á tjaldsvæðið. Rafmagn er á staðnum fyrir þá sem koma á húsbílum, eða gista í fellihýsum eða hjólhýsum og þá er daggjaldið kr. 800. Athugið að til að fá að gista á tjaldsvæði B.A. verður annaðhvort að hafa armband Bíladaga eða vera meðlimur í Bílaklúbbi Akureyrar.

Nánari upplýsingar á www.ba.is

Tímasetningar viðburða á Skeljungs Bíladögum BA 2017

Torfæra                          Laugardagur og Sunnudagur        11:00 -17:00            10-11. júní
Buggy enduro   Mánudagur 20:00 - 22:30 12. Júní
Auto X Þriðjudagur 16:00 - 18:00 13. Júní
Drulluspyrna           Þriðjudagur 20:00 - 23:30 13. Júní
Go-Kart Miðvikudagur 13:00 - 15:00 14. Júní
Sandspyrna Miðvikudagur 20:00 - 23:30 14. Júní
Drift Fimmtudagur 18:30 - 23:30 15. Júní
Græjukeppni Föstudagur 12:30 16. Júní
Götuspyrna Föstudagur 18:00 - 22.30 16. Júní
Bílasýning Laugardagur 10:00 - 18:00 17. Júní
Burnout Laugardagur 20:30 - 23:30 17. Júní