Spyrna og dift um helgina.

12.8.2022

Kvartmíluklúbburinn heldur Íslandsmót í drifti 2022 á driftbraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni í Hafnarfirði dagana 12. og 13. ágúst 2022.

Dagskráin föstudaginn 12. ágúst er þessi.

18:00 Pittur opnar / mæting keppenda
18:15 Skoðun hefst
19:00 Æfing hefst
19:45 Pittur lokar
20:00 Skoðun lýkur
22:00 Æfingu lýkur

Laugardaginn 13. er svo dagskráin þessi:

13. ágúst
08:30 Pittur opnar / mæting keppenda
09:30 Pittur lokar
09:30 Keppendafundur
10:00 Forkeppni
- Minni götubílaflokkur
- Götubílaflokkur
- Opinn flokkur
12:30 Útsláttarkeppni
- Opinn flokkur
- Götubílaflokkur
- Minni götubílaflokkur

Alls er 21 skráður til keppni og því verður um stóra og viðburðarríka keppni að ræða.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér: https://www.facebook.com/events/445309544275319

Bílaklúbbur Akureyrar heldur svo bikarmót í spyrnu laugardaginn 13. ágúst.

Dagskrá keppninnar er á þessa leið :
10:00 Móttaka keppenda hefst
10:15 Skoðun hefst
10:45 Pittur lokar
11:30 Skoðun lýkur
11:45 Keppendafundur með keppnisstjóra
12:00 Tímatökur hefjast
13:30 Tímatökum lýkur
14:00 Keppni hefst
17:00 Áætluð keppnislok
Veitt eru verðlaun fyrir 1. og 2. sæti í hverjum flokki.
Alls eru 31 aðili skráður í mótið og því verður um spennandi keppni að ræða.