Helstu tryggingarfélög landsins hafa nú ákveðið að bjóða uppá frjálsa ábyrgðartryggingu fyrir "óskráð" keppnistæki.
Þetta er sérstakt fagnaðarefni þar sem þessi keppnistæki hafa í raun verið ótryggð á undanförnum árum.
AKÍS hefur fengið við staðfestingu þess að TM, Vörður, Sjóvá og VÍS muni bjóða uppá frjálsar ábyrðartryggingar til samræmis við 18. gr. reglugerðar um akstursíþróttir. Verðlagið er mismundi, allt frá því að vera "sanngjarnt" í "ósanngjarnt".
Þrjú af fjórum stærstu tryggingarfélögunum hafa nú lýst því yfir að þau bjóði uppá frjálsar ábyrgðartryggingar fyrir keppnistæki sem ekki eru skráð hjá Samgöngustofu. Með því eigum við og keppendur möguleika á því að brjóta ekki reglugerð um akstursíþróttir, þar sem kveðið er á um þetta.
Nú tekur við næsta mál í þessum tryggingarpakka. Það að fá viðurkennt að allar bifreiðar sem keppa í aksturíþróttum séu meðhöndlaðar með þessum hætti. Við það yrði umhverfi akstursíþrótta meira í líkingu við það sem gerist erlendis.
Staðan núna er þessi:
Vonandi þróast þessi mál áfram á jákvæðan hátt með minni tjónum og lægri iðgjöldum.